Sport

Sjáðu kastið hennar Ásdísar

Ásdís Hjálmsdóttir á HM síðastliðið sumar.
Ásdís Hjálmsdóttir á HM síðastliðið sumar. Vísir/AFP
Ásdís Hjálmsdóttir gerði vel á vetrarkastmóti sem fór fram í Portúgal um helgina en þar kastaði hún lengst 59,10 m.

Kastið dugði henni til að ná fjórða sætinu á mótinu en Linda Stahl frá Þýskalandi vann með 61,20 m kasti. Stahl vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012.

Íslandsmet Ásdísar í greininni er 62,77 m en það var sett á leikunum í Lundúnum.

Hér fyrir neðan má sjá kastið sem Ásdís birti á Instagram-síðunni sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×