„Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2014 21:00 Ásta Sigurðardóttir. vísir/gva Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt og að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Matvælastofnun sem gefin út var í dag. Að sama skapi kemur fram að árið 2012 hafi greinst lirfur ormsins Strongyloides stercoralis í saursýnum úr hundum á Dalsmynni í fyrsta sinn á Íslandi og getur þessi ormur smitað bæði menn og dýr. „Það eru engir ormar í okkar hundum. Það kom smit með hundi úr einangrunarstöð árið 2008 en við leggjum mikið á okkur til að hreinsa allt búrið,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sem er ósátt við ákvörðum Matvælastofnunar. Með bréfi Matvælastofnunar dagsettu 1. mars 2012 var ótímabundið bann sett við dreifingu hunda frá búinu. Matvælastofnun aflétti banninu 30. apríl 2012 þar sem engin merki um sýkingu ormsins fundust í saursýnum frá búinu sem tekin voru í tvígang í apríl 2012. Í sama bréfi var mælst til þess að búið tæki ábyrga stefnu gagnvart ormasýkingunni sem getur reynst erfið viðureignar.Ásta segir ekkert ólögmætt hafa átt sér stað á Dalsmynni.mynd/ásta sigurðardóttirHissa á ákvörðuninni Ásta segist hissa á þessari ákvörðun og hefur lögfræðingur hennar sent bréf til Matvælastofnunar og óskað eftir leiðréttingu á þessu. „Ég skil þetta ekki og veit ekki af hverju þetta var gert. Ég held það hafi verið vegna þess að hingað komu tvær konur til þess að kanna það hvort ég merkti hvolpana. Þær komu á föstudegi en ég gat ekki tekið á móti þeim því ég var veik. Ég bað þær því um að koma á mánudegi. Í kjölfarið fékk ég þessa tilkynningu frá þeim.“ Dalsmynni hefur sætt þó nokkurri gagnrýni síðastliðin ár og segist Ásta ekki vita hversvegna það sé. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann.“ Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá Matvælastofnun og eru frekari aðgerðir til að tryggja velferð hunda á búinu ekki útilokaðar.mynd/ásta sigurðardóttirSegir öllum reglum framfylgt Ásta tekur fyrir að nokkuð ólögmætt eigi sér stað á búinu og hefur lögfræðingur hennar sent Matvælastofnun bréf þar sem óskað er eftir leiðréttingu á þessari ákvörðun. „Ég er búin að vera í þessu í 23 ár og þetta er lífið í brjóstinu okkar, dýrin,“ segir Ásta að lokum á sama tíma og hún segist vera sár og reið yfir ákvörðuninni. Hún er þó vongóð um að þessi ákvörðun verði dregin til baka og segir hún Dalsmynni uppfylla allar tilsettar kröfur og skilyrði Matvælastofnunar.Hundaræktunin vakti töluverða athygli þegar Sölvi Tryggvason tók viðtal við Ástu í Málinu á síðasta ári. Hægt er að sjá hluta úr viðtalinu hér að neðan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt og að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Matvælastofnun sem gefin út var í dag. Að sama skapi kemur fram að árið 2012 hafi greinst lirfur ormsins Strongyloides stercoralis í saursýnum úr hundum á Dalsmynni í fyrsta sinn á Íslandi og getur þessi ormur smitað bæði menn og dýr. „Það eru engir ormar í okkar hundum. Það kom smit með hundi úr einangrunarstöð árið 2008 en við leggjum mikið á okkur til að hreinsa allt búrið,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sem er ósátt við ákvörðum Matvælastofnunar. Með bréfi Matvælastofnunar dagsettu 1. mars 2012 var ótímabundið bann sett við dreifingu hunda frá búinu. Matvælastofnun aflétti banninu 30. apríl 2012 þar sem engin merki um sýkingu ormsins fundust í saursýnum frá búinu sem tekin voru í tvígang í apríl 2012. Í sama bréfi var mælst til þess að búið tæki ábyrga stefnu gagnvart ormasýkingunni sem getur reynst erfið viðureignar.Ásta segir ekkert ólögmætt hafa átt sér stað á Dalsmynni.mynd/ásta sigurðardóttirHissa á ákvörðuninni Ásta segist hissa á þessari ákvörðun og hefur lögfræðingur hennar sent bréf til Matvælastofnunar og óskað eftir leiðréttingu á þessu. „Ég skil þetta ekki og veit ekki af hverju þetta var gert. Ég held það hafi verið vegna þess að hingað komu tvær konur til þess að kanna það hvort ég merkti hvolpana. Þær komu á föstudegi en ég gat ekki tekið á móti þeim því ég var veik. Ég bað þær því um að koma á mánudegi. Í kjölfarið fékk ég þessa tilkynningu frá þeim.“ Dalsmynni hefur sætt þó nokkurri gagnrýni síðastliðin ár og segist Ásta ekki vita hversvegna það sé. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann.“ Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá Matvælastofnun og eru frekari aðgerðir til að tryggja velferð hunda á búinu ekki útilokaðar.mynd/ásta sigurðardóttirSegir öllum reglum framfylgt Ásta tekur fyrir að nokkuð ólögmætt eigi sér stað á búinu og hefur lögfræðingur hennar sent Matvælastofnun bréf þar sem óskað er eftir leiðréttingu á þessari ákvörðun. „Ég er búin að vera í þessu í 23 ár og þetta er lífið í brjóstinu okkar, dýrin,“ segir Ásta að lokum á sama tíma og hún segist vera sár og reið yfir ákvörðuninni. Hún er þó vongóð um að þessi ákvörðun verði dregin til baka og segir hún Dalsmynni uppfylla allar tilsettar kröfur og skilyrði Matvælastofnunar.Hundaræktunin vakti töluverða athygli þegar Sölvi Tryggvason tók viðtal við Ástu í Málinu á síðasta ári. Hægt er að sjá hluta úr viðtalinu hér að neðan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira