„Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2014 21:00 Ásta Sigurðardóttir. vísir/gva Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt og að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Matvælastofnun sem gefin út var í dag. Að sama skapi kemur fram að árið 2012 hafi greinst lirfur ormsins Strongyloides stercoralis í saursýnum úr hundum á Dalsmynni í fyrsta sinn á Íslandi og getur þessi ormur smitað bæði menn og dýr. „Það eru engir ormar í okkar hundum. Það kom smit með hundi úr einangrunarstöð árið 2008 en við leggjum mikið á okkur til að hreinsa allt búrið,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sem er ósátt við ákvörðum Matvælastofnunar. Með bréfi Matvælastofnunar dagsettu 1. mars 2012 var ótímabundið bann sett við dreifingu hunda frá búinu. Matvælastofnun aflétti banninu 30. apríl 2012 þar sem engin merki um sýkingu ormsins fundust í saursýnum frá búinu sem tekin voru í tvígang í apríl 2012. Í sama bréfi var mælst til þess að búið tæki ábyrga stefnu gagnvart ormasýkingunni sem getur reynst erfið viðureignar.Ásta segir ekkert ólögmætt hafa átt sér stað á Dalsmynni.mynd/ásta sigurðardóttirHissa á ákvörðuninni Ásta segist hissa á þessari ákvörðun og hefur lögfræðingur hennar sent bréf til Matvælastofnunar og óskað eftir leiðréttingu á þessu. „Ég skil þetta ekki og veit ekki af hverju þetta var gert. Ég held það hafi verið vegna þess að hingað komu tvær konur til þess að kanna það hvort ég merkti hvolpana. Þær komu á föstudegi en ég gat ekki tekið á móti þeim því ég var veik. Ég bað þær því um að koma á mánudegi. Í kjölfarið fékk ég þessa tilkynningu frá þeim.“ Dalsmynni hefur sætt þó nokkurri gagnrýni síðastliðin ár og segist Ásta ekki vita hversvegna það sé. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann.“ Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá Matvælastofnun og eru frekari aðgerðir til að tryggja velferð hunda á búinu ekki útilokaðar.mynd/ásta sigurðardóttirSegir öllum reglum framfylgt Ásta tekur fyrir að nokkuð ólögmætt eigi sér stað á búinu og hefur lögfræðingur hennar sent Matvælastofnun bréf þar sem óskað er eftir leiðréttingu á þessari ákvörðun. „Ég er búin að vera í þessu í 23 ár og þetta er lífið í brjóstinu okkar, dýrin,“ segir Ásta að lokum á sama tíma og hún segist vera sár og reið yfir ákvörðuninni. Hún er þó vongóð um að þessi ákvörðun verði dregin til baka og segir hún Dalsmynni uppfylla allar tilsettar kröfur og skilyrði Matvælastofnunar.Hundaræktunin vakti töluverða athygli þegar Sölvi Tryggvason tók viðtal við Ástu í Málinu á síðasta ári. Hægt er að sjá hluta úr viðtalinu hér að neðan. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt og að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Matvælastofnun sem gefin út var í dag. Að sama skapi kemur fram að árið 2012 hafi greinst lirfur ormsins Strongyloides stercoralis í saursýnum úr hundum á Dalsmynni í fyrsta sinn á Íslandi og getur þessi ormur smitað bæði menn og dýr. „Það eru engir ormar í okkar hundum. Það kom smit með hundi úr einangrunarstöð árið 2008 en við leggjum mikið á okkur til að hreinsa allt búrið,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sem er ósátt við ákvörðum Matvælastofnunar. Með bréfi Matvælastofnunar dagsettu 1. mars 2012 var ótímabundið bann sett við dreifingu hunda frá búinu. Matvælastofnun aflétti banninu 30. apríl 2012 þar sem engin merki um sýkingu ormsins fundust í saursýnum frá búinu sem tekin voru í tvígang í apríl 2012. Í sama bréfi var mælst til þess að búið tæki ábyrga stefnu gagnvart ormasýkingunni sem getur reynst erfið viðureignar.Ásta segir ekkert ólögmætt hafa átt sér stað á Dalsmynni.mynd/ásta sigurðardóttirHissa á ákvörðuninni Ásta segist hissa á þessari ákvörðun og hefur lögfræðingur hennar sent bréf til Matvælastofnunar og óskað eftir leiðréttingu á þessu. „Ég skil þetta ekki og veit ekki af hverju þetta var gert. Ég held það hafi verið vegna þess að hingað komu tvær konur til þess að kanna það hvort ég merkti hvolpana. Þær komu á föstudegi en ég gat ekki tekið á móti þeim því ég var veik. Ég bað þær því um að koma á mánudegi. Í kjölfarið fékk ég þessa tilkynningu frá þeim.“ Dalsmynni hefur sætt þó nokkurri gagnrýni síðastliðin ár og segist Ásta ekki vita hversvegna það sé. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann.“ Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá Matvælastofnun og eru frekari aðgerðir til að tryggja velferð hunda á búinu ekki útilokaðar.mynd/ásta sigurðardóttirSegir öllum reglum framfylgt Ásta tekur fyrir að nokkuð ólögmætt eigi sér stað á búinu og hefur lögfræðingur hennar sent Matvælastofnun bréf þar sem óskað er eftir leiðréttingu á þessari ákvörðun. „Ég er búin að vera í þessu í 23 ár og þetta er lífið í brjóstinu okkar, dýrin,“ segir Ásta að lokum á sama tíma og hún segist vera sár og reið yfir ákvörðuninni. Hún er þó vongóð um að þessi ákvörðun verði dregin til baka og segir hún Dalsmynni uppfylla allar tilsettar kröfur og skilyrði Matvælastofnunar.Hundaræktunin vakti töluverða athygli þegar Sölvi Tryggvason tók viðtal við Ástu í Málinu á síðasta ári. Hægt er að sjá hluta úr viðtalinu hér að neðan.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira