Gunnar Hólmsteinn frá CLARA til Plain Vanilla Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. mars 2014 19:04 Gunnar hefur þegar hafið störf hjá Plain Vanilla. Vísir/Aðsend Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson hefur tekið við stöðu COO eða rekstrarstjóra hjá íslenska leikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Gunnar er 28 ára og stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið CLARA árið 2008 sem selt var bandaríska hugbúnaðarrisanum Jive Software síðastliðið vor. Hann hefur búið í San Francisco undanfarin þrjú ár og starfað hjá Jive Software en flytur nú aftur til Íslands til að taka við starfinu hjá Plain Vanilla. Gunnar mun starfa við hlið forstjórans, Þorsteins Baldurs Friðrikssonar, og verður meginverkefni hans að taka þátt í að leiða fyrirtækið í gegnum hinn hraða vöxt sem fylgt hefur útgáfu og vinsældum QuizUp spurningaleiksins. Gunnar hefur þegar hafið störf. Í samtali við Vísi segist Gunnar mjög spenntur fyrir verkefnunum framundan. „Mín aðkoma að Plain Vanilla hefur mest verið á hliðarlínunni til þessa en ég hef nú fengið tækifæri til að vinna með honum Steina (Þorsteini Baldri forstjóra) sem hefur verið draumur hjá mér og okkur báðum lengi,“ segir Gunnar. Hann var hjá Jive Software í ár, þar sem hann sá um að innleiða CLARA inn í fyrirtækið, sem er nú orðið sjálfstæð deild innan Jive. Að sögn Gunnars hefur það gengið ótrúlega vel og salan margfaldast á þessum stutta tíma. Starfsmennirnir úti halda áfram en Gunnar verður ráðgjafi áfram í nokkra mánuði. Hann segir QuizUp ekki aðeins flottasta sprotafyrirtækið á Íslandi. „Jafnvel þó að það sé talað um QuizUp sem flottasta sprotafyrirtæki á Íslandi, þá er það það líka úti, ég komst varlaí vinnuna án þess að sjá fólk á víðvangi vera að spila QuizUp og komst ekki að í röðinni í FedEx af því manneskjan á undan var að klára leik,“ segir Gunnar.Þorsteinn segir Gunnar Hólmstein vera hvalreka fyrir Plain Vanilla.Vísir/ValliÞorsteinn Baldur Friðriksson forstjóri segir Gunnar Hólmstein vera hvalreka fyrir Plain Vanilla. „Við Gunnar kynntumst þegar hann var með byrja með CLARA og ég var líka að stofna sprotafyrirtæki. Hann hefur síðan verið búsettur í San Fransisco undanfarið og ég hef mikið átt erindi þangað. Við hittumst reglulega og ég er búinn að vera að reyna að fá hann til liðs við okkur í langan tíma. Þorsteinn segir reynslu Gunnars af rekstri sprotafyrirtækis mikinn hag fyrir Plain Vanilla. „Gunnar hefur reynslu af því að reka fyrirtæki sem hefur farið í gegnum þetta ferli, að breytast úr sprota í stærra fyrirtæki með Jive. Við erum gríðarlega ánægð með að fá Gunnar til liðs við okkur,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson hefur tekið við stöðu COO eða rekstrarstjóra hjá íslenska leikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Gunnar er 28 ára og stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið CLARA árið 2008 sem selt var bandaríska hugbúnaðarrisanum Jive Software síðastliðið vor. Hann hefur búið í San Francisco undanfarin þrjú ár og starfað hjá Jive Software en flytur nú aftur til Íslands til að taka við starfinu hjá Plain Vanilla. Gunnar mun starfa við hlið forstjórans, Þorsteins Baldurs Friðrikssonar, og verður meginverkefni hans að taka þátt í að leiða fyrirtækið í gegnum hinn hraða vöxt sem fylgt hefur útgáfu og vinsældum QuizUp spurningaleiksins. Gunnar hefur þegar hafið störf. Í samtali við Vísi segist Gunnar mjög spenntur fyrir verkefnunum framundan. „Mín aðkoma að Plain Vanilla hefur mest verið á hliðarlínunni til þessa en ég hef nú fengið tækifæri til að vinna með honum Steina (Þorsteini Baldri forstjóra) sem hefur verið draumur hjá mér og okkur báðum lengi,“ segir Gunnar. Hann var hjá Jive Software í ár, þar sem hann sá um að innleiða CLARA inn í fyrirtækið, sem er nú orðið sjálfstæð deild innan Jive. Að sögn Gunnars hefur það gengið ótrúlega vel og salan margfaldast á þessum stutta tíma. Starfsmennirnir úti halda áfram en Gunnar verður ráðgjafi áfram í nokkra mánuði. Hann segir QuizUp ekki aðeins flottasta sprotafyrirtækið á Íslandi. „Jafnvel þó að það sé talað um QuizUp sem flottasta sprotafyrirtæki á Íslandi, þá er það það líka úti, ég komst varlaí vinnuna án þess að sjá fólk á víðvangi vera að spila QuizUp og komst ekki að í röðinni í FedEx af því manneskjan á undan var að klára leik,“ segir Gunnar.Þorsteinn segir Gunnar Hólmstein vera hvalreka fyrir Plain Vanilla.Vísir/ValliÞorsteinn Baldur Friðriksson forstjóri segir Gunnar Hólmstein vera hvalreka fyrir Plain Vanilla. „Við Gunnar kynntumst þegar hann var með byrja með CLARA og ég var líka að stofna sprotafyrirtæki. Hann hefur síðan verið búsettur í San Fransisco undanfarið og ég hef mikið átt erindi þangað. Við hittumst reglulega og ég er búinn að vera að reyna að fá hann til liðs við okkur í langan tíma. Þorsteinn segir reynslu Gunnars af rekstri sprotafyrirtækis mikinn hag fyrir Plain Vanilla. „Gunnar hefur reynslu af því að reka fyrirtæki sem hefur farið í gegnum þetta ferli, að breytast úr sprota í stærra fyrirtæki með Jive. Við erum gríðarlega ánægð með að fá Gunnar til liðs við okkur,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira