Tónlist

Ruslana valdi sigurvegara í Belgíu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngvarinn Axel Hirsoux verður fulltrúi Belga í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn í maí með lagið Mother sem skrifað er af Rafael Artesero og Ashley Hicklin.

Sex atriði kepptust um að komast í keppnina fyrir hönd Belgíu um helgina en Axel heillaði bæði áhorfendur heima í stofu og dómnefnd upp úr skónum.

Dómnefndin í Belgíu var ekki af verri endanum en hún var skipuð Ruslönu, sem sigraði í Eurovision fyrir hönd Úkraínu árið 2004, og Belgunum Bart Peeters, Piet Goddaer og Jef Martens.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×