Megn óánægja með gjaldtöku á Geysissvæðinu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2014 12:12 Mynd/Óskar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa hér á landi eru ekki sáttir við gjaldtöku á Geysissvæðinu. Töluvert er um að ferðamenn borgi sig ekki inn á svæðið heldur séu fyrir utan það og skoði úr fjarska eða haldi hreinlega áfram ferð sinni, án þess að stoppa. Starfsmaður Gullfosskaffis segir að mun fleiri ferðamenn hafi komið á kaffihúsið á laugardaginn, miðað við aðra laugardaga.Haraldur Teitsson hjá Hópferðabílum Teits Jónassonar segir megna óánægju vera með þetta fyrirkomulag. „Þetta er náttúrulega enginn fyrirvari. Við erum að reyna segja stórum hópum sem við eigum von á frá þessu og það er ofsalegur pirringur yfir þessu. Það er aðallega fyrirvaraleysið sem er vandinn. Svo finnst fólki þetta líka tiltölulega ósanngjarnt. Það hefði verið auðveldara ef tíminn hefði verið lengri,“ segir Haraldur. Haraldur var sjálfur í Haukadal í gær og segir að þar hafi skapast stórhætta vegna ferðalanga sem gengu með veginum og tóku myndir inn á svæðið. „Ég var bara að hugsa að það væri spurning um hvenær ekki hvort, það verður slys þarna.“ Hann segir þó að vonandi muni þetta hrista upp í hlutunum því aðstöðuleysi hafi hingað til verið algjört. „Ég skil ekki þetta offors, að taka 600 krónur. Af hverju ekki að byrja með eina evru eða tvær. Ef þetta á bara að vera til þess að laga svæðið,“ segir Haraldur.Þórir Garðarsson, markaðs- og sölustjóri Iceland Excursions Allrahanda, segir eitthvað vera um að ferðamenn yfirgefi ekki rúturnar við Geysissvæðið. „Það er alls ekki eitthvað skipulagt andhóf að okkar hálfu að hvetja fólk til að fara ekki út úr bílnum eða inn á svæðið. Það er þó fólk sem hefur engan áhuga á að fara út þarna því það getur ekki farið inn á svæðið og sér ekki virðisaukann í því að kaupa sig inn á svæðið,“ segir Þórir. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Garðar Eiríksson, talsmann Landeigendafélags Geysis, sem segir að um þúsund manns hafi heimsótt svæðið á laugardaginn og flestir hafi greitt aðgangseyrinn. Þann dag innheimti félagið um 500 þúsund krónur. Þórir segir þó að um 2.000 manns hafi farið um svæðið á laugardaginn. Yfir þúsund manns hafi farið með rútum samkvæmt talningu og kannanir sýni að um 45 prósent ferðamanna ferðist í rútum um svæðið á þessum árstíma. „Bara við og samkeppnisaðilarnir voru með yfir þúsund farþega. Við vitum hve mikið af fólki er á Gullhringnum,“ segir Þórir. „Á laugardaginn voru um 2000 manns og þeir segjast hafa rukkað inn fyrir 500 þúsund sem er um 40 prósent af farþegum sem þarna eru.“ Þá setur Þórir einnig út á ummæli Garðars um að Allrahanda sé eina fyrirtækið sem sé ósætt um fyrirkomulagið og hafi tjáð sig um það. „það er óvæntur heiður fyrir okkur, en hann er ósanngjarn því mörg önnur fyrirtæki hafa tjáð sig við þá. Þetta er bara spurningin á hverja þeir hlusta,“ segir Þórir. Tengdar fréttir Mikilvægt að finna heildstæða lausn Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir mikið í húfi og finna þurfi heildstæða lausn á gjaldtökumálinu. 14. mars 2014 15:03 Gjaldtaka hafin við Geysi Gjaldtaka fyrir heimsóknir á hverasvæðið við Geysi er hafin en landeigendur hófu í morgun að rukka 600 króna gjald fyrir inngöngu á svæðið. 15. mars 2014 15:21 Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Ríkið með lögbannið til dómstóla Helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi á svæði sem er séreign ríkisins. 14. mars 2014 14:21 Tekjur af gjaldtöku nálægt 400 milljónum Búast má við að innkoma af gjaldtöku við Geysi í Haukadal sé í kringum eina milljón á dag en níu starfsmenn starfa við gjaldtökuna. 16. mars 2014 12:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Forsvarsmenn ferðaskrifstofa hér á landi eru ekki sáttir við gjaldtöku á Geysissvæðinu. Töluvert er um að ferðamenn borgi sig ekki inn á svæðið heldur séu fyrir utan það og skoði úr fjarska eða haldi hreinlega áfram ferð sinni, án þess að stoppa. Starfsmaður Gullfosskaffis segir að mun fleiri ferðamenn hafi komið á kaffihúsið á laugardaginn, miðað við aðra laugardaga.Haraldur Teitsson hjá Hópferðabílum Teits Jónassonar segir megna óánægju vera með þetta fyrirkomulag. „Þetta er náttúrulega enginn fyrirvari. Við erum að reyna segja stórum hópum sem við eigum von á frá þessu og það er ofsalegur pirringur yfir þessu. Það er aðallega fyrirvaraleysið sem er vandinn. Svo finnst fólki þetta líka tiltölulega ósanngjarnt. Það hefði verið auðveldara ef tíminn hefði verið lengri,“ segir Haraldur. Haraldur var sjálfur í Haukadal í gær og segir að þar hafi skapast stórhætta vegna ferðalanga sem gengu með veginum og tóku myndir inn á svæðið. „Ég var bara að hugsa að það væri spurning um hvenær ekki hvort, það verður slys þarna.“ Hann segir þó að vonandi muni þetta hrista upp í hlutunum því aðstöðuleysi hafi hingað til verið algjört. „Ég skil ekki þetta offors, að taka 600 krónur. Af hverju ekki að byrja með eina evru eða tvær. Ef þetta á bara að vera til þess að laga svæðið,“ segir Haraldur.Þórir Garðarsson, markaðs- og sölustjóri Iceland Excursions Allrahanda, segir eitthvað vera um að ferðamenn yfirgefi ekki rúturnar við Geysissvæðið. „Það er alls ekki eitthvað skipulagt andhóf að okkar hálfu að hvetja fólk til að fara ekki út úr bílnum eða inn á svæðið. Það er þó fólk sem hefur engan áhuga á að fara út þarna því það getur ekki farið inn á svæðið og sér ekki virðisaukann í því að kaupa sig inn á svæðið,“ segir Þórir. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Garðar Eiríksson, talsmann Landeigendafélags Geysis, sem segir að um þúsund manns hafi heimsótt svæðið á laugardaginn og flestir hafi greitt aðgangseyrinn. Þann dag innheimti félagið um 500 þúsund krónur. Þórir segir þó að um 2.000 manns hafi farið um svæðið á laugardaginn. Yfir þúsund manns hafi farið með rútum samkvæmt talningu og kannanir sýni að um 45 prósent ferðamanna ferðist í rútum um svæðið á þessum árstíma. „Bara við og samkeppnisaðilarnir voru með yfir þúsund farþega. Við vitum hve mikið af fólki er á Gullhringnum,“ segir Þórir. „Á laugardaginn voru um 2000 manns og þeir segjast hafa rukkað inn fyrir 500 þúsund sem er um 40 prósent af farþegum sem þarna eru.“ Þá setur Þórir einnig út á ummæli Garðars um að Allrahanda sé eina fyrirtækið sem sé ósætt um fyrirkomulagið og hafi tjáð sig um það. „það er óvæntur heiður fyrir okkur, en hann er ósanngjarn því mörg önnur fyrirtæki hafa tjáð sig við þá. Þetta er bara spurningin á hverja þeir hlusta,“ segir Þórir.
Tengdar fréttir Mikilvægt að finna heildstæða lausn Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir mikið í húfi og finna þurfi heildstæða lausn á gjaldtökumálinu. 14. mars 2014 15:03 Gjaldtaka hafin við Geysi Gjaldtaka fyrir heimsóknir á hverasvæðið við Geysi er hafin en landeigendur hófu í morgun að rukka 600 króna gjald fyrir inngöngu á svæðið. 15. mars 2014 15:21 Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Ríkið með lögbannið til dómstóla Helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi á svæði sem er séreign ríkisins. 14. mars 2014 14:21 Tekjur af gjaldtöku nálægt 400 milljónum Búast má við að innkoma af gjaldtöku við Geysi í Haukadal sé í kringum eina milljón á dag en níu starfsmenn starfa við gjaldtökuna. 16. mars 2014 12:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Mikilvægt að finna heildstæða lausn Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir mikið í húfi og finna þurfi heildstæða lausn á gjaldtökumálinu. 14. mars 2014 15:03
Gjaldtaka hafin við Geysi Gjaldtaka fyrir heimsóknir á hverasvæðið við Geysi er hafin en landeigendur hófu í morgun að rukka 600 króna gjald fyrir inngöngu á svæðið. 15. mars 2014 15:21
Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08
Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48
Ríkið með lögbannið til dómstóla Helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi á svæði sem er séreign ríkisins. 14. mars 2014 14:21
Tekjur af gjaldtöku nálægt 400 milljónum Búast má við að innkoma af gjaldtöku við Geysi í Haukadal sé í kringum eina milljón á dag en níu starfsmenn starfa við gjaldtökuna. 16. mars 2014 12:40