Innlent

Tekjur af gjaldtöku nálægt 400 milljónum

Elimar Hauksson skrifar
Gjaldtaka við Geysi hófst í gær.
Gjaldtaka við Geysi hófst í gær. Vísir/GVA
Búast má við að innkoma af gjaldtöku við Geysi í Haukadal sé í kringum eina milljón króna á dag en níu starfsmenn starfa við gjaldtökuna.

Garðar Eiríksson, talsmaður landeigenda, segir gjaldtökuna hafa verið vel af stað og aðsókn að svæðinu sé sífellt að aukast. Það sé ánægjulegt að fjármunir verði eftir í jafn litlu samfélagi og þeir muni nýtast vel til uppbyggingar á svæðinu.

„Þessi gjaldtaka er náttúrulega komin til að vera og við bindum vonir við að geta nýtt þetta fjármagn til uppbygginar hér á svæðinu,“ segir Garðar og bætir við að hugmyndasamkeppni hafi verið haldin um uppbyggingu á Geysissvæðinu en stefnt sé að því að nota hluta fjármagnsins til útfærslu á þeim hugmyndum.


Tengdar fréttir

Gjaldtaka hafin við Geysi

Gjaldtaka fyrir heimsóknir á hverasvæðið við Geysi er hafin en landeigendur hófu í morgun að rukka 600 króna gjald fyrir inngöngu á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×