Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. mars 2014 08:26 Rosberg fagnar sigrinum Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. Jenson Button sagði eftir keppnina „Ég er ánægður, við leiðum keppni bílasmiða. Þó ekki vegna þess að við erum með fjótasta bílinn, heldur vegna þess að við erum með þokkalega góðan bíl en komum báðum bílum til loka“ Kimi Raikkonen sagði „ Við áttum í við einhver vandamál að stríða“ spurður að því hvort Ferrari væri ánægt með að koma báðum bílum til loka keppninnar sagði hann „Við getum ekki verið ánægðir með það, því við erum ekki nógu framarlega“Keppnin hófst með dramatíksum hætti. Max Chilton komst ekki af stað og þegar seinna startið fór fram komst liðsfélagi hans Jules Bianchi ekki af stað. Báðir luku þó keppni eftir að hefja hana á þjónustusvæðinu. Kamui Kobayashi á Caterham læsti dekkjunum í fyrstu beygju og tók Felipe Massa með sér og lauk þar með keppni þeirra beggja. Felipe Massa sakaði Kobayashi um háskaakstur. Rosberg náði forystunni á fyrsta hring og lét hana raunar aldrei af hendi. Hann leiðir því keppni heimsmeistarakeppni ökumanna. Lewis hamilton á Mercedes var skipað að hætta á öðrum hring. Hann kom ekki inn, þá var honum sagt að halda áfram keppninni.Hann hætti svo á fjórða hring. Hann sagðist ekki vonsvikinn með daginn, heldur vongóður eftir að hafa séð hvað bíllinn getur. Sebastian Vettel hætti á fimmta hring. Hann hafði þá kvartað frá upphafi keppninnar um að bíllinn hefði engann kraft. Hann sagði í talstöðina að þetta væri fáránlegt. Hann er greinilega ekki ánægður með áreiðanleika bílsins. Valtteri Bottas á Williams rakst á vegg og komst á þjónstusvæðið og út aftur á 11 hring, eftir að hafa átt mjög góða keppni. Hann átti mjög góðan dag þrátt fyrir það óhapp. Eftir að hafa hafið keppni í 15. sæti lauk hann keppni í 6. sæti. Sem er hughreystandi fyrir Williams liðið, sem virðist vera með mjög góðan bíl. Massa í mölinni eftir árekstur við KobayashiVísir/GettyÖryggisbíllinn kom út á hring 12 eftir atvik Bottas, það þurfti að sækja felgubrot frá honum. Margir nýttu tækifærið og tóku snemmbúið þjónustuhlé. Öryggisbíllinn fór inn eftir 15. hring. Þá hafði Kimi Raikkonen tapað tvemur sætum. Raikkonen átti ekki góðan dag, hann var iðinn við að læsa dekkjunum og virtist ekki ná sér á strik. Marcus Ericsson datt út úr keppninni á 29. hring eftir skipun frá Caterham liðinu um að slökkva á vélinni. Pastor Maldonado stöðvaði bílinn á hring 32 sökum bilunar í rafkerfinu sem snýr túrbínunni. Á hring 45 lauk keppni Lotus þegar Romain Grosjean komst ekki lengra vegna bilunnar. Ricciardo brosir breitt á verðlaunapallinumVísir/GettyStaðan var því þessi eftir 58 hringi: 1. Nico Rosberg Mercedes - 25 stig 2. Daniel Ricciardo - Red Bull - 18 stig 3. Kevin Magnussen - McLaren - 15 stig 4. Jenson Button - McLaren - 12 stig 5. Fernando Alonso - Ferrari - 10 stig 6. Valtteri Bottas - Williams - 8 stig 7. Nico Hulkenberg - Force India - 6 stig 8. Kimi Raikkonen - Ferrari - 4 stig 9. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 2 stig 10. Daniil Kvyat - Toro Rosso - 1 stig 11. Sergio Perez - Force India 12. Adrian Sutil - Sauber 13. Esteban Gutierrez - Sauber 14. Max Chilton - Marussia - síðasti ökumaðurinn sem lauk keppninni formlega 15. Jules Bianchi - Marussia - var of langt fyrir aftan til að teljast hafa lokið keppni 16. Romain Grosjean - Lotus - kláraði ekki 17. Pastor Maldonado - Lotus - kláraði ekki 18. Marcus Ericsson - Caterham - kláraði ekki 19. Sebastian Vettel - Red Bull - kláraði ekki 20. Lewis Hamilton - Mercedes - kláraði ekki 21. Felipe Massa - Williams - kláraði ekki 22 Kamui Kobayashi - Caterham - kláraði ekki Formúla Tengdar fréttir Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. 15. mars 2014 07:28 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji. Jenson Button sagði eftir keppnina „Ég er ánægður, við leiðum keppni bílasmiða. Þó ekki vegna þess að við erum með fjótasta bílinn, heldur vegna þess að við erum með þokkalega góðan bíl en komum báðum bílum til loka“ Kimi Raikkonen sagði „ Við áttum í við einhver vandamál að stríða“ spurður að því hvort Ferrari væri ánægt með að koma báðum bílum til loka keppninnar sagði hann „Við getum ekki verið ánægðir með það, því við erum ekki nógu framarlega“Keppnin hófst með dramatíksum hætti. Max Chilton komst ekki af stað og þegar seinna startið fór fram komst liðsfélagi hans Jules Bianchi ekki af stað. Báðir luku þó keppni eftir að hefja hana á þjónustusvæðinu. Kamui Kobayashi á Caterham læsti dekkjunum í fyrstu beygju og tók Felipe Massa með sér og lauk þar með keppni þeirra beggja. Felipe Massa sakaði Kobayashi um háskaakstur. Rosberg náði forystunni á fyrsta hring og lét hana raunar aldrei af hendi. Hann leiðir því keppni heimsmeistarakeppni ökumanna. Lewis hamilton á Mercedes var skipað að hætta á öðrum hring. Hann kom ekki inn, þá var honum sagt að halda áfram keppninni.Hann hætti svo á fjórða hring. Hann sagðist ekki vonsvikinn með daginn, heldur vongóður eftir að hafa séð hvað bíllinn getur. Sebastian Vettel hætti á fimmta hring. Hann hafði þá kvartað frá upphafi keppninnar um að bíllinn hefði engann kraft. Hann sagði í talstöðina að þetta væri fáránlegt. Hann er greinilega ekki ánægður með áreiðanleika bílsins. Valtteri Bottas á Williams rakst á vegg og komst á þjónstusvæðið og út aftur á 11 hring, eftir að hafa átt mjög góða keppni. Hann átti mjög góðan dag þrátt fyrir það óhapp. Eftir að hafa hafið keppni í 15. sæti lauk hann keppni í 6. sæti. Sem er hughreystandi fyrir Williams liðið, sem virðist vera með mjög góðan bíl. Massa í mölinni eftir árekstur við KobayashiVísir/GettyÖryggisbíllinn kom út á hring 12 eftir atvik Bottas, það þurfti að sækja felgubrot frá honum. Margir nýttu tækifærið og tóku snemmbúið þjónustuhlé. Öryggisbíllinn fór inn eftir 15. hring. Þá hafði Kimi Raikkonen tapað tvemur sætum. Raikkonen átti ekki góðan dag, hann var iðinn við að læsa dekkjunum og virtist ekki ná sér á strik. Marcus Ericsson datt út úr keppninni á 29. hring eftir skipun frá Caterham liðinu um að slökkva á vélinni. Pastor Maldonado stöðvaði bílinn á hring 32 sökum bilunar í rafkerfinu sem snýr túrbínunni. Á hring 45 lauk keppni Lotus þegar Romain Grosjean komst ekki lengra vegna bilunnar. Ricciardo brosir breitt á verðlaunapallinumVísir/GettyStaðan var því þessi eftir 58 hringi: 1. Nico Rosberg Mercedes - 25 stig 2. Daniel Ricciardo - Red Bull - 18 stig 3. Kevin Magnussen - McLaren - 15 stig 4. Jenson Button - McLaren - 12 stig 5. Fernando Alonso - Ferrari - 10 stig 6. Valtteri Bottas - Williams - 8 stig 7. Nico Hulkenberg - Force India - 6 stig 8. Kimi Raikkonen - Ferrari - 4 stig 9. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 2 stig 10. Daniil Kvyat - Toro Rosso - 1 stig 11. Sergio Perez - Force India 12. Adrian Sutil - Sauber 13. Esteban Gutierrez - Sauber 14. Max Chilton - Marussia - síðasti ökumaðurinn sem lauk keppninni formlega 15. Jules Bianchi - Marussia - var of langt fyrir aftan til að teljast hafa lokið keppni 16. Romain Grosjean - Lotus - kláraði ekki 17. Pastor Maldonado - Lotus - kláraði ekki 18. Marcus Ericsson - Caterham - kláraði ekki 19. Sebastian Vettel - Red Bull - kláraði ekki 20. Lewis Hamilton - Mercedes - kláraði ekki 21. Felipe Massa - Williams - kláraði ekki 22 Kamui Kobayashi - Caterham - kláraði ekki
Formúla Tengdar fréttir Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. 15. mars 2014 07:28 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag. 15. mars 2014 07:28