Innlent

Óttast ekki ESB umræðuna

Höskuldur Kári Schram skrifar
Óskar Bergsson oddviti framsóknarmanna í Reykjavík telur ekki að ESB umræðan muni hafa áhrif á gengi flokksins í kosningunum.

„ESB umræðan er ekki jafn óþægileg fyrir okkur eins og samstarfsflokkinn. Þetta er umræða sem er í gangi og hún er hávær. En hún á eftir að ganga yfir og ég held að hún muni ekki hafa áhrif á úrslit kosninganna. Ég held að menn verði að horfa á það hvað þessi ríkisstjórn er að gera sem er skuldaleiðrétting, afnám verðtryggingar, hallalaus fjárlög og 2% verðbólga.

Mér finnst að það sé verið að skamma núverandi ríkisstjórn fyrir það sem gamla ríkisstjórnin, sem hóf þessar viðræður við ESB, hefði átt að gera. Hún hefði átt að spyrja þjóðina áður en lagt var af stað. Þá stæðum við ekki uppi með þetta vandamál í dag,“ segir Óskar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×