Makríl tríóið hefur snúið frá sjálfbærum veiðum Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2014 19:53 Þjóðir Evrópusambandsins og Noregur ætla sér að veiða allt það magn af makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða á þessu ári. Tæplega 160 þúsund tonna kvóti til Færeyinga er því umfram ráðleggingu og enn á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Aðeins er um vika liðin frá því slitnaði upp úr fjórhliða viðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna á fundi í Edinborg og eftir þann fund sagði Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sambandsins að það hefði verið vegna stífni Norðmanna. Það kom því flestum á óvart þegar fréttir bárust af samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga í gær. Hvað klikkaði? „Ég held að í sjálfu sér hafi ekkert klikkað. Það sem að gerðist var að frá því slitnaði upp úr fjögurra strandríkja fundi þar sem menn voru sammála, alla vega við og Evrópusambandið um að veiðar ættu að byggjast á sjálfbærni – þá fóru þessir þrír saman án okkar og gerðu samning þar sem sjálfbærni var hent fyrir róða. Og menn voru tilbúnir að gera samning sem byggir á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa miðað sínar kröfur við að farið sé eftir ráðgjöf fiskifræðinga sem leggja til að veidd verði 890 þúsund tonn á þessu ári. Ítrustu kröfur Íslendinga hafa verið um 17 prósent af kvótanum sem væri um 151 þúsund tonn á þessu ári og spurning hvort ráðherra gefur út slíkan kvóta. Liggur þá ekki beinast við að þú gefir út veiðiheimildir upp á 151 þúsund tonn? „Við erum auðvitað að fara vel yfir það og ég hef sagt það áður og get sagt það hér líka, að sú ákvörðun mun byggja á ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærni stofnsins. En það það er auðvitað verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú hafa gert samning hafa gert samning um að fara 200 þúsund tonnum umfram ráðgjöfina,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það stefni í að veitt verði allt að helmingi meira en ráðlagt er. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að hægt sé að spila úr stöðunni með ýmsum hætti, eins og setjast við samningaborðið. En Evrópusambandið segir að um 15,6 prósent veiðiheimilda séu geymd fyrir Íslendinga og aðra. Mikilvægst sé þó að anda með nefinu fyrst um sinn og meta alla kosti í stöðunni. Okkar ítrasta krafa hefur verið í kring um 17 prósent sem er um 151 þúsund tonn, ætti ráðherra þá að gefa út þá heimild? „Manni finnst það ekki fráleit nálgun. En þetta er kannski ekki tímapunkturinn til að segja af eða á um það en vissulega er þetta einn af kostunum í stöðunni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þjóðir Evrópusambandsins og Noregur ætla sér að veiða allt það magn af makríl sem Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að veiða á þessu ári. Tæplega 160 þúsund tonna kvóti til Færeyinga er því umfram ráðleggingu og enn á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Aðeins er um vika liðin frá því slitnaði upp úr fjórhliða viðræðum Íslendinga, Evrópusambandsins, Færeyinga og Norðmanna á fundi í Edinborg og eftir þann fund sagði Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sambandsins að það hefði verið vegna stífni Norðmanna. Það kom því flestum á óvart þegar fréttir bárust af samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga í gær. Hvað klikkaði? „Ég held að í sjálfu sér hafi ekkert klikkað. Það sem að gerðist var að frá því slitnaði upp úr fjögurra strandríkja fundi þar sem menn voru sammála, alla vega við og Evrópusambandið um að veiðar ættu að byggjast á sjálfbærni – þá fóru þessir þrír saman án okkar og gerðu samning þar sem sjálfbærni var hent fyrir róða. Og menn voru tilbúnir að gera samning sem byggir á verulegri ofveiði miðað við ráðgjöf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Íslendingar hafa miðað sínar kröfur við að farið sé eftir ráðgjöf fiskifræðinga sem leggja til að veidd verði 890 þúsund tonn á þessu ári. Ítrustu kröfur Íslendinga hafa verið um 17 prósent af kvótanum sem væri um 151 þúsund tonn á þessu ári og spurning hvort ráðherra gefur út slíkan kvóta. Liggur þá ekki beinast við að þú gefir út veiðiheimildir upp á 151 þúsund tonn? „Við erum auðvitað að fara vel yfir það og ég hef sagt það áður og get sagt það hér líka, að sú ákvörðun mun byggja á ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærni stofnsins. En það það er auðvitað verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú hafa gert samning hafa gert samning um að fara 200 þúsund tonnum umfram ráðgjöfina,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það stefni í að veitt verði allt að helmingi meira en ráðlagt er. Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að hægt sé að spila úr stöðunni með ýmsum hætti, eins og setjast við samningaborðið. En Evrópusambandið segir að um 15,6 prósent veiðiheimilda séu geymd fyrir Íslendinga og aðra. Mikilvægst sé þó að anda með nefinu fyrst um sinn og meta alla kosti í stöðunni. Okkar ítrasta krafa hefur verið í kring um 17 prósent sem er um 151 þúsund tonn, ætti ráðherra þá að gefa út þá heimild? „Manni finnst það ekki fráleit nálgun. En þetta er kannski ekki tímapunkturinn til að segja af eða á um það en vissulega er þetta einn af kostunum í stöðunni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira