Innlent

„Ísland: Hvernig gat þetta gerzt?“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorvaldur Gylfason.
Þorvaldur Gylfason. Vísir/Anton
Þorvaldur Gylfason, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, flutti fyrirlestur sinn „Ísland: Hvernig gat þetta gerzt?“ í hátíðarsal skólans á dögunum. Í fyrirlestrinum var hagþróun Íslands eftir hrunið reifuð, orsakir hrunsins og afleiðingar.

Hagþróun á Íslandi var borin saman við hagþróun annars staðar á Norðurlöndum og lauslega við hagþróun í þremur öðrum löndum á útjaðri Evrópu, Grikklandi, Írlandi og Portúgal, auk Færeyja.

Í fyrirlestrinum fjallaði Þorvaldur um framtíðarhorfur efnahagsumbóta á Íslandi og hugsanlegar afleiðingar hrunsins fyrir félagsauð, mannauð og fjárauð Íslandi, og helstu undirstöður batnandi lífskjara um landið til langs tíma litið.

Þá fjallaði Þorvaldur einnig um rannsóknir um traust landsmanna til þingmanna og viðskiptalífs á Íslandi. Samanburðurinn við Norðurlöndin var nokkuð sláandi. Þannig eru niðurstöður einnar rannsóknar á þann veg að 63 prósent Íslendinga telja viðskipti og stjórnmál spillt hér á landi samanborið við 16 prósent í Danmörku.

Fyrirlesturinn má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×