"Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Svavar Hávarðsson skrifar 13. mars 2014 12:03 „Nú gerast þeir atburðir síðustu sólarhringa að þeir sem við höfum átt í viðræðum við ákveða að funda sameiginlega án aðkomu Íslands. Sú ákvörðun þessara aðila að útiloka menn frá samningaborðinu er forkastanleg. Það er forkastanlegt að hálfu vinaþjóða okkar, og nágrannaríkja, að koma saman, vitandi vits, án aðkomu Íslendinga, og gera með sér samkomulag án þess að okkur sé einu sinni hleypt að samningaborðinu. Við eigum að senda ákveðin skilaboð til Norðmanna, til Færeyinga, til ESB, og til annarra sem hafa þóst vera í eiginlegum samningaviðræðum við okkur skýr skilaboð um það að við kunnum ekki að meta þetta. Og að Alþingi Íslendinga fordæmi þessi vinnubrögð og áskilur sér allan rétt í framhaldinu til eðlilegrar hlutdeildar í makrílstofninum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi við upphaf þingfundar nú rétt í þessu. Þar var hann að bregðast við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, sem sagði þingheim hafa orðið vitni að kostulegum atburði í gærkvöldi þegar fréttir bárust af samning viðsemjenda Íslands í makríldeilunni. Ráðherra málaflokksins hafi komið „gjörsamlega af fjöllum“ og væri til marks um það að ríkisstjórnin kæmist ekki einu sinni að samningaborði, en þeim væri þó falin sú ábyrgð að gæta hagsmuna þjóðarinnar, og það ekki síst í jafn stóri máli og makríldeilunni. Tilefni umræðunnar er að í gær sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um skiptingu veiðiheimilda á makríl. Ísland stendur utan þess samkomulags. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var fá Færeyingar 156 þúsund tonn, Norðmenn 279 þúsund tonn og Evrópusambandið fær 611 þúsund tonn í sinn hlut. Þá standa enn útaf tæp 190 þúsund tonn, og hluti þess afla stendur Íslendingum til boða hafi þeir vilja til þess að ganga inn í samninginn. Bjarni vildi hins vegar meina það að málið ætti ekki að vera notað til að fella pólitískar keilur, sem Árni svaraði á þann hátt hvort engar bjöllur hafi hringt þegar Færeyingar ákváðu að sitja eftir í Edinborg í Skotlandi þar sem síðasta hrina samningalotunnar fór fram. „Það voru ákvarðanir teknar sem ríkisstjórn Íslands ber ábyrgð á og þau kunna að hafa kallað fram þessa stöðu,“ sagði Árni og vísaði til þess að samninganefnd Íslands fór heim og gaf út að samningar væru útilokaðir vegna afstöðu Noregs. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Nú gerast þeir atburðir síðustu sólarhringa að þeir sem við höfum átt í viðræðum við ákveða að funda sameiginlega án aðkomu Íslands. Sú ákvörðun þessara aðila að útiloka menn frá samningaborðinu er forkastanleg. Það er forkastanlegt að hálfu vinaþjóða okkar, og nágrannaríkja, að koma saman, vitandi vits, án aðkomu Íslendinga, og gera með sér samkomulag án þess að okkur sé einu sinni hleypt að samningaborðinu. Við eigum að senda ákveðin skilaboð til Norðmanna, til Færeyinga, til ESB, og til annarra sem hafa þóst vera í eiginlegum samningaviðræðum við okkur skýr skilaboð um það að við kunnum ekki að meta þetta. Og að Alþingi Íslendinga fordæmi þessi vinnubrögð og áskilur sér allan rétt í framhaldinu til eðlilegrar hlutdeildar í makrílstofninum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi við upphaf þingfundar nú rétt í þessu. Þar var hann að bregðast við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, sem sagði þingheim hafa orðið vitni að kostulegum atburði í gærkvöldi þegar fréttir bárust af samning viðsemjenda Íslands í makríldeilunni. Ráðherra málaflokksins hafi komið „gjörsamlega af fjöllum“ og væri til marks um það að ríkisstjórnin kæmist ekki einu sinni að samningaborði, en þeim væri þó falin sú ábyrgð að gæta hagsmuna þjóðarinnar, og það ekki síst í jafn stóri máli og makríldeilunni. Tilefni umræðunnar er að í gær sömdu Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar um skiptingu veiðiheimilda á makríl. Ísland stendur utan þess samkomulags. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var fá Færeyingar 156 þúsund tonn, Norðmenn 279 þúsund tonn og Evrópusambandið fær 611 þúsund tonn í sinn hlut. Þá standa enn útaf tæp 190 þúsund tonn, og hluti þess afla stendur Íslendingum til boða hafi þeir vilja til þess að ganga inn í samninginn. Bjarni vildi hins vegar meina það að málið ætti ekki að vera notað til að fella pólitískar keilur, sem Árni svaraði á þann hátt hvort engar bjöllur hafi hringt þegar Færeyingar ákváðu að sitja eftir í Edinborg í Skotlandi þar sem síðasta hrina samningalotunnar fór fram. „Það voru ákvarðanir teknar sem ríkisstjórn Íslands ber ábyrgð á og þau kunna að hafa kallað fram þessa stöðu,“ sagði Árni og vísaði til þess að samninganefnd Íslands fór heim og gaf út að samningar væru útilokaðir vegna afstöðu Noregs.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira