Innlent

Gjaldtakan á Geysissvæðinu tekur gildi á næstu dögum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. "Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar.
Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. "Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar. VÍSIR/GVA
Sýslumaðurinn á Selfossi hafnaði lögbannsbeiðni ríkisins vegna fyrirhugaðar gjaldtöku á Geysissvæðinu.

„Við höldum áfram með okkar áform. Stjórnin mun hittast í kvöld eða í fyrramálið og þá ákveðum við með hvaða hætti við höldum þessu starfi okkar áfram,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins.

Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. „Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar.

Um boð fjármálaráðuneytisins um að setja fjármuni í framkvæmdir á svæðinu svarar Garðar því til að 30 milljónir til eða frá breyti ekki miklu en sé vissulega viðleitni. „Það er ekki horft til þess að leysa þetta mál með varanlegum hætti og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á síðastliðin þrjú ár. Við viljum koma þessu fyrir með varanlegum hætti, þessu svæði og því starfi sem þarf að eiga sér stað þar.“

Miðað við niðurstöður úr hugmyndasamkeppninni vegna framkvæmda á svæðinu segist Garðar ekki geta ímyndað sér að kostnaðurinn verði mikið minni en hálfur milljarður.

„Við berum ábyrgð gagnvart ferðaþjónustunni. Hagsmunir hennar og landeigenda eru sameiginlegir; að þetta svæði sé til sóma og tilbúið að taka á móti síauknum ferðamannafjölda.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×