Elliði brjálaður vegna lokunar flugvallarins í Eyjum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. mars 2014 14:14 Engar samgöngur verða til og frá Vestmannaeyjum á laugardaginn ef að líkum lætur. „Þegar ég fékk þessa tilkynningu kíkti ég bakvið hurð til að athuga hvort Auðunn Blöndal væri þar og ég væri í falinni myndavél,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun Isavia að loka flugvellinum í Vestmannaeyjum á laugardögum, að minnsta kosti til loka aprílmánaðar. Þetta þýðir að á laugardaginn kemur verða líklega engar samgöngur til og frá Vestmannaeyjum, því kjarabarátta áhafnar Herjólfs felur í sér yfirvinnubann og siglir báturinn því ekki um helgar og afar langt ber á milli í kröfum áhafnarinnar og tilboði rekstraraðila Herjólfs. Elliði furðar sig á þessari ákvörðun, en hann fékk að vita um lokun flugvallarins rétt í þessu, með þriggja daga fyrirvara. „Ég spyr bara, er þetta fólk ekki með öllum mjalla?“Hæstu skattgreiðendur á landinu Elliði segir nútíma byggðarlög þrífast á samgöngum. „Það tekur allt afl úr svona samfélögum þegar samgöngur leggjast niður. Vestmannaeyingar eru hæstu skattgreiðendur landsins og það er ljóst að með þessu virðingar- og skeytingarleysi er verið að koma í veg fyrir að við getum framleitt verðmæti, þetta er komið langt út fyrir alla skynsemi.“Í raun og veru rothöggið Samgöngur hafa verið stopular undanfarið og nú segir Elliði botninn hafa tekið úr. „Já, þetta er í raun og veru rothöggið. Flugfélagið Ernir hafa sinnt okkar þörfum mjög vel og staðið sig með prýði. En nú á að loka flugvellinum svo við getum ekki notið þeirra þjónustu.“ Elliði tekur þó fram að hægt verði að opna flugvöllinn ef eitthvað mikið beri við, en það kosti sitt. Elliði mun setja sig í samband við innanríkisráðherra og krefjast þess að þessi ákvörðun verði endurskoðuð, sem hann býst við að verði raunin. „En það er ótrúlegt að þurfa að heyra í ráðherra vegna málsins. Þetta er svona eins og hafa samband við heilbrgiðisráðherra til þess að fá magnyl.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
„Þegar ég fékk þessa tilkynningu kíkti ég bakvið hurð til að athuga hvort Auðunn Blöndal væri þar og ég væri í falinni myndavél,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun Isavia að loka flugvellinum í Vestmannaeyjum á laugardögum, að minnsta kosti til loka aprílmánaðar. Þetta þýðir að á laugardaginn kemur verða líklega engar samgöngur til og frá Vestmannaeyjum, því kjarabarátta áhafnar Herjólfs felur í sér yfirvinnubann og siglir báturinn því ekki um helgar og afar langt ber á milli í kröfum áhafnarinnar og tilboði rekstraraðila Herjólfs. Elliði furðar sig á þessari ákvörðun, en hann fékk að vita um lokun flugvallarins rétt í þessu, með þriggja daga fyrirvara. „Ég spyr bara, er þetta fólk ekki með öllum mjalla?“Hæstu skattgreiðendur á landinu Elliði segir nútíma byggðarlög þrífast á samgöngum. „Það tekur allt afl úr svona samfélögum þegar samgöngur leggjast niður. Vestmannaeyingar eru hæstu skattgreiðendur landsins og það er ljóst að með þessu virðingar- og skeytingarleysi er verið að koma í veg fyrir að við getum framleitt verðmæti, þetta er komið langt út fyrir alla skynsemi.“Í raun og veru rothöggið Samgöngur hafa verið stopular undanfarið og nú segir Elliði botninn hafa tekið úr. „Já, þetta er í raun og veru rothöggið. Flugfélagið Ernir hafa sinnt okkar þörfum mjög vel og staðið sig með prýði. En nú á að loka flugvellinum svo við getum ekki notið þeirra þjónustu.“ Elliði tekur þó fram að hægt verði að opna flugvöllinn ef eitthvað mikið beri við, en það kosti sitt. Elliði mun setja sig í samband við innanríkisráðherra og krefjast þess að þessi ákvörðun verði endurskoðuð, sem hann býst við að verði raunin. „En það er ótrúlegt að þurfa að heyra í ráðherra vegna málsins. Þetta er svona eins og hafa samband við heilbrgiðisráðherra til þess að fá magnyl.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira