Innlent

„Við viljum girðinguna“ - Mótmælin halda áfram

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Það voru ekki jafn margir mættir í dag til þess að mótmæla og í gær.
Það voru ekki jafn margir mættir í dag til þess að mótmæla og í gær. VÍSIR/VALLI
Mótmælin á Austurvelli sem hópurinn Við viljum kjósa stendur fyrir halda áfram í vikunni. Mótmælin í dag hófust klukkan 17 og ljósmyndari fréttastofu var mættur til að mynda.

„Við viljum girðinguna,“ hrópaði fólkið en engin girðing var sett upp til verndar Alþingishúsinu í dag eins og verið hefur. Girðingin hefur nýst vel til þess að berja í og búa þannig til hávaða.

Boðað er til mótmæla klukkan 17 á morgun, fimmtudag og föstudag.

VÍSIR/VALLI
„Enn sýnir ríkisstjórnin engin merki þess að hún ætli að hlusta á þjóðina, heldur ætlar að hún að keyra málið í gegn á sem skemmstum tíma, og með sem minnstum umræðum. Það er gríðarlega mikilvægt að við látum ekki troða lýðræðið niður í svaðið með þessum hætti. Vilji þjóðarinnar er skýr. Við krefjumst þess að þingsályktunartillagan verði dregin tilbaka og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna,“ segir í tilkynningu hópsins á Facebook síðu hans.

VÍSIR/VALLi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×