Íbúum Hvalfjarðarsveitar og notendum vatns á svæði Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar er ráðlagt að sjóða allt vatn sem nota skal til neyslu eftir klukkan 19 í kvöld.
Vegna lítils vatns í vatnsbólum mun síað yfirborðsvatn verða leitt tímabundið inn á neysluvatnslögn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðasveitar og þar segir að unnið sé að lagfæringum.
Aðvörunin gildir þar til annað verður tilkynnt.
Íbúum í Hvalfjarðarsveit ráðlagt að sjóða neysluvatn
Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
![](https://www.visir.is/i/74D349F0DB084228C1ADA59A5B195DDE83BB024623A6CC3027EC24F2660F4895_713x0.jpg)