Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2014 13:27 Sjálfstæðismenn eru að verða órólegir vegna tillögu Gunnars Braga. Þeirra á meðal eru Elliði Vignisson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegnheill sjálfstæðismaður, mælist til þess að umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þess efnis að viðræðum við ESB sé slitið, verði breytt. Elliði er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins og hann viðrar þessar skoðanir sínar á Facebook. Fyrir liggur að tekist verður á um málið á þingi í vikunni en þingflokksformenn funduðu vegna málsins í morgun. Athygli vekur að stjórnarþingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson gefur þar til kynna að hann sé samþykkur þessu sjónarmiði Elliða. „Ég er nú bara hávær bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ég er venjulegur sjálfstæðismaður í grasrótinni og það er ekkert síður okkar að hafa skoðanir á þessu en þeirra sem sitja á þingi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði er ekki tilbúinn til að fallast skilyrðislaust á að kominn sé skjálfti í raðir sjálfstæðismanna. „Nei, en ég verð var við það að hinum almenna sjálfstæðismanni finnst óþægilegt að flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held ég sé best að málið verði áfram í þeim óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin sé búin að gleyma því að það voru Samfylkingin og VG sem settu málið í formalínkrukku. Til varanlegrar geymslu ef til vill. Og ég minnist þess ekki að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Austurvelli.“ Bæjarstjórinn vill ekki fallast á að þetta þýði í raun að hann vilji að þingsályktunartillagan verði einfaldlega dregin til baka. „Ekki endilega, mér finnst hann geta breytt henni. Fyndist ástæða fyrir Gunnar Braga og þingmenn stjórnarflokkanna að skerpa á því að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggur þingvilji og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá þarf að minnsta kosti einar þingkosningar í viðbót áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég hef ætíð verið fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst áður en farið er af stað og svo þegar samningur liggur fyrir. En illu heilli felldu Samfylking og Vinstri græn slíka tillögu í tvígang.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegnheill sjálfstæðismaður, mælist til þess að umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þess efnis að viðræðum við ESB sé slitið, verði breytt. Elliði er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins og hann viðrar þessar skoðanir sínar á Facebook. Fyrir liggur að tekist verður á um málið á þingi í vikunni en þingflokksformenn funduðu vegna málsins í morgun. Athygli vekur að stjórnarþingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson gefur þar til kynna að hann sé samþykkur þessu sjónarmiði Elliða. „Ég er nú bara hávær bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ég er venjulegur sjálfstæðismaður í grasrótinni og það er ekkert síður okkar að hafa skoðanir á þessu en þeirra sem sitja á þingi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði er ekki tilbúinn til að fallast skilyrðislaust á að kominn sé skjálfti í raðir sjálfstæðismanna. „Nei, en ég verð var við það að hinum almenna sjálfstæðismanni finnst óþægilegt að flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held ég sé best að málið verði áfram í þeim óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin sé búin að gleyma því að það voru Samfylkingin og VG sem settu málið í formalínkrukku. Til varanlegrar geymslu ef til vill. Og ég minnist þess ekki að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Austurvelli.“ Bæjarstjórinn vill ekki fallast á að þetta þýði í raun að hann vilji að þingsályktunartillagan verði einfaldlega dregin til baka. „Ekki endilega, mér finnst hann geta breytt henni. Fyndist ástæða fyrir Gunnar Braga og þingmenn stjórnarflokkanna að skerpa á því að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggur þingvilji og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá þarf að minnsta kosti einar þingkosningar í viðbót áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég hef ætíð verið fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst áður en farið er af stað og svo þegar samningur liggur fyrir. En illu heilli felldu Samfylking og Vinstri græn slíka tillögu í tvígang.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira