Innlent

„Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Pjetur
„Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, sem ætlar að leggja leið sína að hverasvæðinu við Geysi á morgun og hvetur hann fólk til þess að mæta klukkan 13.30 og mótmæla gjaldtökunni.

Gjaldtaka inn á hverasvæðið við Geysi í Haukadal hófst fyrr í þessum mánuði. Áður hafði fjármálaráðherra sett lögbann á gjaldtökuna sem sýslumaðurinn í Árnessýslu hafnaði. Skaut ríkissjóður málinu í kjölfarið til dómstóla.

„Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt,“ segir Ögmundur.

Hann segir nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir að einkaaðilar taki lögin í sínar hendur og rukki fólk um peninga. Hann telur að vegið sé að rétti Íslendinga og vill að þeir standi á löglegum rétti sínum.

„Það hefur aldrei tíðkast að gera náttúruperlur okkar með þessum hætti þar sem einkaaðilar eru að reyna að hagnast á fegurstu stöðum Íslands. Þetta á sér ekki nokkra stoð í lögum og siðferðislega er þetta rangt.“


Tengdar fréttir

Gjaldtöku frestað

Gjaldtaka við Geysissvæðið er nauðsynleg að mati landeigenda sem bera ábyrgð á varðveislu svæðisins sem verulega hefur látið á sjá en um 6000 manns heimsækja Geysissvæðið á dag þegar mest er.

Náttúrupassi það sem koma skal

Til að byrja með verður gjaldtakan til fimm ára og fá Íslendingar val um þrennskonar passa. Fjögurra daga passa, eins mánaðar passa og fimm ára passa.

Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag

"Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×