Innlent

Vélsleðaslys á Goðalandsjökli

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Vélsleðaslys varð á Goðalandsjökli sem er nálægt Eyjafjallajökli á Suðurlandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á á leið þangað og er væntanleg á slysstað klukkan tvö. Þá er einnig búið að kalla út björgunarsveitir. Verið er að vinna að því að koma björgunaraðgerðum af stað.

Björgunarsveitir frá Vík, Hvolsvelli og Hellu hafa verið kallaðar út og sendir voru vélsleðar, bílar og snjóbíll á jökulinn. Sleðahópum frá Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ, sem voru á ferð á Syðra Fjallabaki, var einnig beint á slysstað og voru komnir þangað um 20 mínútum fyrir tvö.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að maður sem slasaðist sé kominn í þyrlu og á leið á sjúkrahús í Reykjavík. Hann er ekki talinn vera í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×