Sport

Fær 33 milljarða fyrir að spila hafnarbolta næstu 10 árin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miguel Cabrera.
Miguel Cabrera. Vísir/Getty
Hafnarboltamaðurinn Miguel Cabrera gerði í gær metsamning við hafnarboltaliðið Detroit Tigers en þessi þrítugi leikmaður þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af peningum eftir þetta.

Miguel Cabrera fær 292 milljónir dollara fyrir tíu ára samning við Detroit Tigers en það eru rúmir 33 milljarðar íslenskra króna. Þetta er metsamningur, ekki bara í hafnarbolta, heldur öllum bandarískum atvinnumannaíþróttum.

„Ég vil enda ferilinn minn hér. Ég hef unnið mikið í því að verða betri leikmaður og Detroit er rétta heimilið fyrir mig," sagði Miguel Cabrera á blaðamannafundi.

Miguel Cabrera hefur verið kosinn mikilvægsti leikmaðurinn í Ameríku-deildinni undanfarin tvö tímabil en hann hefur spilað með Detroit Tigers frá 2008 og átti eftir tvö ár af samningi sínum.

Cabrera átti inni 44 milljónir dollara frá átta ára samningi við Detroit Tigers sem átti að gefa honum samtals 152,3 milljónir dollara.

Miguel Cabrera er fæddur í Venesúela 18.apríl 1983 en hann hóf atvinnumannferilinn árið 2003 með liði Florida Marlins.

Miguel CabreraVísir/Getty
Miguel CabreraVísir/Getty
Miguel CabreraVísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×