Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. mars 2014 10:20 Lewis Hamilton í tímatökunni í morgun. Vísir/Getty Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Það helli rigndi fyrir tímatökuna. Henni var frestað um 50 mínútur. Vatnið á brautinni gerði hana óökuhæfa. Í rakanum og hitanum þornaði brautin mjög hratt og flestir ökumenn fóru því af stað í fyrstu lotu á milliregndekkjum. „Það var nánast ómögulegt að sjá á brautinni.“ Sagði Lewis Hamilton eftir tímatökuna. Vettel sagðist mjög ánægður með niðurstöðuna. „Þriðja sætið er góður staður til að vera á. Keppnin á morgun er löng, það er aldrei að vita hvað veðrið mun gera á morgun.“ Sagði Nico Rosberg. Það rigndi í lok fyrstu lotu, rauðum flöggum var veifað þegar 35 sekúndur voru eftir vegna Marcus Ericsson. Hann missti grip og endaði á vegriði. Þar með lauk lotunni. Í fyrstu lotunni detta 6 hægustu ökumennirnir út. Í morgun voru það: Pastor Maldonado, Adrian Sutil, Jules Bianchi, Kamui Kobayashi, Max Chilton og Marcus Ericsson.Daniil Kvyat í bílskúrnum eftir áreksturinn við Alonso.Vísir/GettyÞað rigndi á milli fyrstu og annarar lotu. Það leiddi til þess að flestir fóru af stað á regndekkjum. Rauðum flöggum var veifað í annari lotu þegar Daniil Kvyat á Toro Rossa ók á Fernando Alonso á Ferrari. Framfjöðrun á bíl Alonso brotnaði en Ferrari tókst að laga það í tæka tíð. Eftir aðra lotu standa tíu hröðustu ökumennirnir eftir. Báðir Williams bílarnir duttu út sem voru mikil vonbrigði fyrir liðið. Þeir sex sem duttu þar út voru: Daniil Kvyat, Esteban Gutierrez, Felipe Massa, Sergio Perez, Valtteri Bottas og Romain Grosjean. Þriðja lotan hófst á því að Kevin Magnussen á McLaren reyndi að fara út á milliregndekkjum. Hann kom inn til að fara á regndekk eftir fyrsta hring. Liðsfélagi hans, Jenson Button fór út á notuðum milliregndekkjum en kom inn eftir fyrsta hring. Þá fór hann á ný milliregndekk. Keppnin verður á Stöð 2 Sport klukkan 7:30 í fyrramálið.Nico Rosberg, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel eftir tímatökuna í morgun.Vísir/Getty1.Lewis Hamilton - Mercedes 2.Sebastian Vettel - Red Bull 3.Nico Rosberg - Mercedes 4.Fernando Alonso - Ferrari 5.Daniel Ricciardo - Red Bull 6.Kimi Raikkonen - Ferrari 7.Nico Hulkenberg - Force India 8.Kevin Magnussen - McLaren 9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 10.Jenson Button - McLaren 11.Daniil Kvyat - Toro Rosso 12.Esteban Gutierrez - Sauber 13.Felipe Massa - Williams 14.Sergio Perez - Force India 15.Valtteri Bottas - Williams 16.Romain Grosjean - Lotus 17.Pastor Maldonado - Lotus 18.Adrian Sutil - Sauber 19.Jules Binachi - Marussia 20.Kamui Kobayashi - Caterham 21.Max Chilton - Marussia 22.Marcus Ericsson - Marussia Formúla Tengdar fréttir Framfarir Red Bull hughreysta Vettel Þrátt fyrir skelfilega helgi í Ástralíu þar sem fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hóf keppni í 13. sæti horfir nú til betri vegar. 23. mars 2014 18:45 Samúðarskilaboð í Malasíu Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag. 27. mars 2014 18:00 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Það helli rigndi fyrir tímatökuna. Henni var frestað um 50 mínútur. Vatnið á brautinni gerði hana óökuhæfa. Í rakanum og hitanum þornaði brautin mjög hratt og flestir ökumenn fóru því af stað í fyrstu lotu á milliregndekkjum. „Það var nánast ómögulegt að sjá á brautinni.“ Sagði Lewis Hamilton eftir tímatökuna. Vettel sagðist mjög ánægður með niðurstöðuna. „Þriðja sætið er góður staður til að vera á. Keppnin á morgun er löng, það er aldrei að vita hvað veðrið mun gera á morgun.“ Sagði Nico Rosberg. Það rigndi í lok fyrstu lotu, rauðum flöggum var veifað þegar 35 sekúndur voru eftir vegna Marcus Ericsson. Hann missti grip og endaði á vegriði. Þar með lauk lotunni. Í fyrstu lotunni detta 6 hægustu ökumennirnir út. Í morgun voru það: Pastor Maldonado, Adrian Sutil, Jules Bianchi, Kamui Kobayashi, Max Chilton og Marcus Ericsson.Daniil Kvyat í bílskúrnum eftir áreksturinn við Alonso.Vísir/GettyÞað rigndi á milli fyrstu og annarar lotu. Það leiddi til þess að flestir fóru af stað á regndekkjum. Rauðum flöggum var veifað í annari lotu þegar Daniil Kvyat á Toro Rossa ók á Fernando Alonso á Ferrari. Framfjöðrun á bíl Alonso brotnaði en Ferrari tókst að laga það í tæka tíð. Eftir aðra lotu standa tíu hröðustu ökumennirnir eftir. Báðir Williams bílarnir duttu út sem voru mikil vonbrigði fyrir liðið. Þeir sex sem duttu þar út voru: Daniil Kvyat, Esteban Gutierrez, Felipe Massa, Sergio Perez, Valtteri Bottas og Romain Grosjean. Þriðja lotan hófst á því að Kevin Magnussen á McLaren reyndi að fara út á milliregndekkjum. Hann kom inn til að fara á regndekk eftir fyrsta hring. Liðsfélagi hans, Jenson Button fór út á notuðum milliregndekkjum en kom inn eftir fyrsta hring. Þá fór hann á ný milliregndekk. Keppnin verður á Stöð 2 Sport klukkan 7:30 í fyrramálið.Nico Rosberg, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel eftir tímatökuna í morgun.Vísir/Getty1.Lewis Hamilton - Mercedes 2.Sebastian Vettel - Red Bull 3.Nico Rosberg - Mercedes 4.Fernando Alonso - Ferrari 5.Daniel Ricciardo - Red Bull 6.Kimi Raikkonen - Ferrari 7.Nico Hulkenberg - Force India 8.Kevin Magnussen - McLaren 9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 10.Jenson Button - McLaren 11.Daniil Kvyat - Toro Rosso 12.Esteban Gutierrez - Sauber 13.Felipe Massa - Williams 14.Sergio Perez - Force India 15.Valtteri Bottas - Williams 16.Romain Grosjean - Lotus 17.Pastor Maldonado - Lotus 18.Adrian Sutil - Sauber 19.Jules Binachi - Marussia 20.Kamui Kobayashi - Caterham 21.Max Chilton - Marussia 22.Marcus Ericsson - Marussia
Formúla Tengdar fréttir Framfarir Red Bull hughreysta Vettel Þrátt fyrir skelfilega helgi í Ástralíu þar sem fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hóf keppni í 13. sæti horfir nú til betri vegar. 23. mars 2014 18:45 Samúðarskilaboð í Malasíu Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag. 27. mars 2014 18:00 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Framfarir Red Bull hughreysta Vettel Þrátt fyrir skelfilega helgi í Ástralíu þar sem fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hóf keppni í 13. sæti horfir nú til betri vegar. 23. mars 2014 18:45
Samúðarskilaboð í Malasíu Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag. 27. mars 2014 18:00
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47