Einn leiðtoga andófsmanna býður sig fram til forseta Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2014 20:46 Olga Bogomolets er engin venjulegur andófsmaður. Hún er hámenntaður læknir, komin af frægri fjölskyldu lækna og er einn af spítulum borgarinnar skýrður í höfuð afa hennar. Þegar mótmælendur tólku yfir Maidan torg síðast liðið haust tók hún að sér að setja upp sjúkraskýli við torgið. Þegar skotárásirnar hófust síðan á mótmælendur hinn 18. febrúar stjórnaði hún uppsetningu bráðamóttöku við torgið þar sem gerðar voru aðgerðir á særðum og hún stóð yfir líkum hinna föllnu sem lögð voru í andyrið á hótel Úkraínu og talaði við erlenda fjölmiðla. Þegar Janukovits var hrakinn úr forsetastóli bauð bráðabirgðastjórnin Olgu sæti heilbrigðisráðherra, en þegar hún sagðist vilja taka með sér hóp af sínu eigin fólki í ráðneytið var látið líta út fyrir að hún hefði hafnað boðinu. Olga er enn á Maidan torgi á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum andófsmanna til skila, en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar. „Og nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá því fólk var myrt vitum við ekki enn hverjir stóðu að morðunum og frömdu þau hér í miðborg Kænugarðs. Hinn 18. febrúar særðust 1.500 manns þar af um fjögur hundruð mjög alvarlega og 24 féllu. Hinn 20. febrúar særðust 1.300 manns og 45 féllu fyrir skotum leyniskyttna,“segir Olga sem vonar að sökudólgarnir finnist og vill aðstoð óháðra alþjóðlegra aðila til að rannsaka morðin. Olga notaði tækifærið til að ræða við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Maidan torgi um síðustu helgi en aðalkrafa andófsmanna er að þeir sem beri ábyrgð á morðunum verði þefaðir uppi og dregnir fyrir dóm. „Byltingu okkar er enn ekki lokið en okkur miðar áfram og ég vona að við munum bera sigur úr bítum til að koma á lýðræði. En auðvitað er staðan mjög erfið núna vegna aðgerða Rússa,“ sagði Olga í samtali við Gunnar Braga. Og nú hefur Olga ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum hinn 25. maí næst komandi. „Við erum vön pólitískum slagorðum stjórnmálamanna sem margir hverjir sitja í núverandi ríkisstjórn. En þeir hafa ekki breytt neinu þannig að við bíðum eftir að nýtt þing verði kosið,“ sagði Olga Bogomolets við Gunnar Braga sem tók undir með henni að aðgerðir þyrftu að fylgja orðum. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Olga Bogomolets er engin venjulegur andófsmaður. Hún er hámenntaður læknir, komin af frægri fjölskyldu lækna og er einn af spítulum borgarinnar skýrður í höfuð afa hennar. Þegar mótmælendur tólku yfir Maidan torg síðast liðið haust tók hún að sér að setja upp sjúkraskýli við torgið. Þegar skotárásirnar hófust síðan á mótmælendur hinn 18. febrúar stjórnaði hún uppsetningu bráðamóttöku við torgið þar sem gerðar voru aðgerðir á særðum og hún stóð yfir líkum hinna föllnu sem lögð voru í andyrið á hótel Úkraínu og talaði við erlenda fjölmiðla. Þegar Janukovits var hrakinn úr forsetastóli bauð bráðabirgðastjórnin Olgu sæti heilbrigðisráðherra, en þegar hún sagðist vilja taka með sér hóp af sínu eigin fólki í ráðneytið var látið líta út fyrir að hún hefði hafnað boðinu. Olga er enn á Maidan torgi á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum andófsmanna til skila, en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar. „Og nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá því fólk var myrt vitum við ekki enn hverjir stóðu að morðunum og frömdu þau hér í miðborg Kænugarðs. Hinn 18. febrúar særðust 1.500 manns þar af um fjögur hundruð mjög alvarlega og 24 féllu. Hinn 20. febrúar særðust 1.300 manns og 45 féllu fyrir skotum leyniskyttna,“segir Olga sem vonar að sökudólgarnir finnist og vill aðstoð óháðra alþjóðlegra aðila til að rannsaka morðin. Olga notaði tækifærið til að ræða við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Maidan torgi um síðustu helgi en aðalkrafa andófsmanna er að þeir sem beri ábyrgð á morðunum verði þefaðir uppi og dregnir fyrir dóm. „Byltingu okkar er enn ekki lokið en okkur miðar áfram og ég vona að við munum bera sigur úr bítum til að koma á lýðræði. En auðvitað er staðan mjög erfið núna vegna aðgerða Rússa,“ sagði Olga í samtali við Gunnar Braga. Og nú hefur Olga ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum hinn 25. maí næst komandi. „Við erum vön pólitískum slagorðum stjórnmálamanna sem margir hverjir sitja í núverandi ríkisstjórn. En þeir hafa ekki breytt neinu þannig að við bíðum eftir að nýtt þing verði kosið,“ sagði Olga Bogomolets við Gunnar Braga sem tók undir með henni að aðgerðir þyrftu að fylgja orðum.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira