Einn leiðtoga andófsmanna býður sig fram til forseta Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2014 20:46 Olga Bogomolets er engin venjulegur andófsmaður. Hún er hámenntaður læknir, komin af frægri fjölskyldu lækna og er einn af spítulum borgarinnar skýrður í höfuð afa hennar. Þegar mótmælendur tólku yfir Maidan torg síðast liðið haust tók hún að sér að setja upp sjúkraskýli við torgið. Þegar skotárásirnar hófust síðan á mótmælendur hinn 18. febrúar stjórnaði hún uppsetningu bráðamóttöku við torgið þar sem gerðar voru aðgerðir á særðum og hún stóð yfir líkum hinna föllnu sem lögð voru í andyrið á hótel Úkraínu og talaði við erlenda fjölmiðla. Þegar Janukovits var hrakinn úr forsetastóli bauð bráðabirgðastjórnin Olgu sæti heilbrigðisráðherra, en þegar hún sagðist vilja taka með sér hóp af sínu eigin fólki í ráðneytið var látið líta út fyrir að hún hefði hafnað boðinu. Olga er enn á Maidan torgi á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum andófsmanna til skila, en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar. „Og nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá því fólk var myrt vitum við ekki enn hverjir stóðu að morðunum og frömdu þau hér í miðborg Kænugarðs. Hinn 18. febrúar særðust 1.500 manns þar af um fjögur hundruð mjög alvarlega og 24 féllu. Hinn 20. febrúar særðust 1.300 manns og 45 féllu fyrir skotum leyniskyttna,“segir Olga sem vonar að sökudólgarnir finnist og vill aðstoð óháðra alþjóðlegra aðila til að rannsaka morðin. Olga notaði tækifærið til að ræða við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Maidan torgi um síðustu helgi en aðalkrafa andófsmanna er að þeir sem beri ábyrgð á morðunum verði þefaðir uppi og dregnir fyrir dóm. „Byltingu okkar er enn ekki lokið en okkur miðar áfram og ég vona að við munum bera sigur úr bítum til að koma á lýðræði. En auðvitað er staðan mjög erfið núna vegna aðgerða Rússa,“ sagði Olga í samtali við Gunnar Braga. Og nú hefur Olga ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum hinn 25. maí næst komandi. „Við erum vön pólitískum slagorðum stjórnmálamanna sem margir hverjir sitja í núverandi ríkisstjórn. En þeir hafa ekki breytt neinu þannig að við bíðum eftir að nýtt þing verði kosið,“ sagði Olga Bogomolets við Gunnar Braga sem tók undir með henni að aðgerðir þyrftu að fylgja orðum. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Olga Bogomolets er engin venjulegur andófsmaður. Hún er hámenntaður læknir, komin af frægri fjölskyldu lækna og er einn af spítulum borgarinnar skýrður í höfuð afa hennar. Þegar mótmælendur tólku yfir Maidan torg síðast liðið haust tók hún að sér að setja upp sjúkraskýli við torgið. Þegar skotárásirnar hófust síðan á mótmælendur hinn 18. febrúar stjórnaði hún uppsetningu bráðamóttöku við torgið þar sem gerðar voru aðgerðir á særðum og hún stóð yfir líkum hinna föllnu sem lögð voru í andyrið á hótel Úkraínu og talaði við erlenda fjölmiðla. Þegar Janukovits var hrakinn úr forsetastóli bauð bráðabirgðastjórnin Olgu sæti heilbrigðisráðherra, en þegar hún sagðist vilja taka með sér hóp af sínu eigin fólki í ráðneytið var látið líta út fyrir að hún hefði hafnað boðinu. Olga er enn á Maidan torgi á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum andófsmanna til skila, en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar. „Og nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá því fólk var myrt vitum við ekki enn hverjir stóðu að morðunum og frömdu þau hér í miðborg Kænugarðs. Hinn 18. febrúar særðust 1.500 manns þar af um fjögur hundruð mjög alvarlega og 24 féllu. Hinn 20. febrúar særðust 1.300 manns og 45 féllu fyrir skotum leyniskyttna,“segir Olga sem vonar að sökudólgarnir finnist og vill aðstoð óháðra alþjóðlegra aðila til að rannsaka morðin. Olga notaði tækifærið til að ræða við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Maidan torgi um síðustu helgi en aðalkrafa andófsmanna er að þeir sem beri ábyrgð á morðunum verði þefaðir uppi og dregnir fyrir dóm. „Byltingu okkar er enn ekki lokið en okkur miðar áfram og ég vona að við munum bera sigur úr bítum til að koma á lýðræði. En auðvitað er staðan mjög erfið núna vegna aðgerða Rússa,“ sagði Olga í samtali við Gunnar Braga. Og nú hefur Olga ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum hinn 25. maí næst komandi. „Við erum vön pólitískum slagorðum stjórnmálamanna sem margir hverjir sitja í núverandi ríkisstjórn. En þeir hafa ekki breytt neinu þannig að við bíðum eftir að nýtt þing verði kosið,“ sagði Olga Bogomolets við Gunnar Braga sem tók undir með henni að aðgerðir þyrftu að fylgja orðum.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira