Björn Bergmann Sigurðarson byrjar með látum hjá Molde í norsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði í kvöld er liðið hóf leik í norsku úrvalsdeildinni.
Markið var laglega afgreiðsla í teignum á 29. mínútu. Það var annað mark Molde sem vann 2-0 sigur á Vålerenga.
Björn lék í 82 mínútur í kvöld. Mikils er vænst af honum á þessu tímabili og hann fær flugstart.
Viðar Örn Kjartansson lék einnig sinn fyrsta leik í norsku deildinni í kvöld en hann var í byrjunarliði Vålerenga og lék allan leikinn.
Svíþjóð
Ísland