Boðar mótmæli á Geysissvæðinu

„Ég ætla einfaldlega að mæta á Geysi klukkan hálf tvö á sunnudag og gera sjálfum mér þá ánægju, eina ferðina enn, að horfa á Geysi og Strokk og þetta yndislega hverasvæði sem við eigum öll,“ sagði Ögmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.
Ögmundur ritar harðorða grein í DV í dag þar sem hann undrast aðgerðaleysi yfirvalda í því að stöðva það sem hann kallar ólöglega gjaldtöku á Geysissvæðinu. Hann hvetur almenning til þess að standa á löglegum rétti sínum til þess að skoða íslenskar náttúruperlur.
„Við eigum að standa á okkar lagalega rétti, við Íslendingar, og ekki láta fjárprófsmenn komast upp með og hafa af okkur fé eins og brögð eru að nú um stundir. Bæði við Geysi og í Kerinu og fleiri hafa augljóslega fengið vatn í munninn því við Dettifoss, á Suðurlandi og víðar eru slíkir tilburðir uppi,“ segir Ögmundur ósáttur. Hann segir ríkisstjórn ekki hafa tekið nógu vel á málinu.
„Ríkið ætlaði reyndar að fá lögbann á þessa rukkun en því var neitað. Ég sakna þess að fjölmiðlar fari í saumana á því hvers vegna því hafi verið neitað. Ég veit ekki beutr en að ekki sé hægt að neita slíku lögbanni nema formgalli sé á því,“ segir Ögmundur sem ætlar að mæta galvaskur á hverasvæðið í Haukadal á sunnudaginn.
„Ríkisskattstjóri er farinn að tala um að skattleggja þetta athæfi sem ég hef einfaldlega skilgreint sem þjófnað.“
Tengdar fréttir

Viðskiptavinir hvattir til að sniðganga verslun við Geysi
Landeigendafélag Geysis segir ferðaþjónustuaðila, sem séu ósáttir við gjaldtöku, breyti jafnvel áætlunum til að koma í veg fyrir viðskipti.

Verslunin á Geysi hættir að selja aðgöngumiða að hverasvæðinu
Verslunin og veitingasalan á Geysi í Haukadal hefur hætt milligöngu um sölu aðgöngumiða að hverasvæðinu á Geysi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá versluninni.

Náttúrupassi það sem koma skal
Til að byrja með verður gjaldtakan til fimm ára og fá Íslendingar val um þrennskonar passa. Fjögurra daga passa, eins mánaðar passa og fimm ára passa.

Umhverfisvænt að rukka
Einhvern tímann fyrir langa löngu var affallsvatni frá Hitaveitu Suðurnesja dælt inn á hraun á Reykjanesskaga. Affalsvatnið var tiltölulega heitt. Fólki finnst gott baða sig í tiltölulega heitu vatni. Fólk fór því að mæta á þennan stað, skellti sér í sundföt í skjóli opinna bílskotta og dýfði útlimunum ofan í.

„Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“
Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra, er gagnrýninn á ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku á Geysissvæðinu.