Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2014 19:00 Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna kemur í opinbera heimsókn til þessa næsta nágrannalands Íslands. Þær Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hafa síðustu daga boðið Ban Ki-moon upp á sannkallað ævintýri, farið með hann í afskekkt þorp lengst norðan heimsskautsbaugs, og tuttugu stiga frost hindraði aðalritarann ekki í að njóta náttúru Grænlands.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aleqa Hammond klæddi hann upp í hlý grænlensk skinnklæði og fór með hann út á ísinn þar sem hann veiddi fisk með Grænlendingum í gegnum vakir. Aleqa kenndi honum líka að stjórna hundasleða með svipu og svo var þeyst af stað eftir ísilögðum firði. En þetta var ekki bara skemmtiferð. Ban Ki-moon var kominn til Grænlands til að sjá með eigin augum hvaða afleiðingar loftlagsbreytingar hafa á lifnaðarhætti manna. Hann sigldi um Ísfjörðinn fræga við Diskó-flóa, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, en skriðjökull í fjarðarbotninum skríður fram um tugi metra á dag og skilar af sér borgarísjökum í stórum stíl. Aðalritarinn notaði tækifærið til að brýna leiðtoga heims til aðgerða en hann sagði loftlagsbreytingar einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir. Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna kemur í opinbera heimsókn til þessa næsta nágrannalands Íslands. Þær Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, og Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hafa síðustu daga boðið Ban Ki-moon upp á sannkallað ævintýri, farið með hann í afskekkt þorp lengst norðan heimsskautsbaugs, og tuttugu stiga frost hindraði aðalritarann ekki í að njóta náttúru Grænlands.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aleqa Hammond klæddi hann upp í hlý grænlensk skinnklæði og fór með hann út á ísinn þar sem hann veiddi fisk með Grænlendingum í gegnum vakir. Aleqa kenndi honum líka að stjórna hundasleða með svipu og svo var þeyst af stað eftir ísilögðum firði. En þetta var ekki bara skemmtiferð. Ban Ki-moon var kominn til Grænlands til að sjá með eigin augum hvaða afleiðingar loftlagsbreytingar hafa á lifnaðarhætti manna. Hann sigldi um Ísfjörðinn fræga við Diskó-flóa, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, en skriðjökull í fjarðarbotninum skríður fram um tugi metra á dag og skilar af sér borgarísjökum í stórum stíl. Aðalritarinn notaði tækifærið til að brýna leiðtoga heims til aðgerða en hann sagði loftlagsbreytingar einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.
Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00