Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 59-50 | Snæfell tók forystuna Ingvi Þór Sæmundsson í Stykkishólmi skrifar 29. mars 2014 00:01 Lele Hardy. Vísir/Daníel Frasinn um að kappið beri fegurðina ofurliði er (of) oft notaður, en hann átti ákaflega vel við um fyrsta leik Snæfells og Hauka í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild kvenna. Bæði lið voru að berjast og spila af fullum krafti, en hittu sama og ekkert lengst af leiks, hvort sem það var fyrir utan þriggja stiga línuna eða í galopnum færum undir körfunni. Það voru þó Snæfellskonur sem náðu að landa sigrinum að lokum, fyrst og síðast vegna frábærs varnarleiks. Snæfell tók frumkvæðið strax í byrjun leiks og var fimm stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Haukakonur voru aldrei langt undan og náðu að jafna og komast yfir á kafla í öðrum leikhluta. Snæfellskonur náðu þó vopnum sínum á nýjan leik og leiddu með þremur stigum, 28-25, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það sama var upp á teningnum í þriðja leikhluta; mikil spenna, mikil barátta, en bæði lið voru enn í vandræðum með að hitta. Á tíma virtist sem Lele Hardy væri að komast í gang í sókninni, en Snæfellskonur hertu vörnina á ný og voru fimm stigum yfir að loknum þriðja leikhluta. Í upphafi fjórða leikhluta opnuðust hins vegar einhverjar flóðgáttir Snæfellsmegin. Hildur Sigurðardóttir, sem var búin að hafa hægt um sig í stigaskorun fram að því, setti niður tvo þrista og þegar þrjár mínútur lifðu leiks kom Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfellskonum níu stigum yfir. Haukakonur gerðu heiðarlega tilraun til að jafna leikinn, en Helga Hjördís Björgvinsdóttir gerði út um þær vonir Hauka þegar hún setti niður þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Lokatölur urðu 59-50 og Snæfell tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Varnarleikur Snæfellskvenna var til mikillar fyrirmyndar í kvöld. Þar fór fremst í flokki Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem sýndi enn og aftur að hún er besti varnarmaður deildarinnar. Hún skoraði sjö stig, tók 13 fráköst (þar af sex sóknarfráköst) og spilaði frábæra vörn á Lele Hardy og hélt henni, ásamt liðsfélögum sínum, í "aðeins" 18 stigum. Hildurnar tvær, Kjartandóttir og Sigurðardóttir áttu sömuleiðis mjög góðan leik og settu niður mikilvæg skot og þá átti Berglind Gunnarsdóttir sterka innkomu; skoraði átta stig og tók fjögur fráköst sem skiptu sköpum í svona jöfnum leik. Varnarleikur Hauka var ágætur, en sóknarleikurinn varð þeim að falli í leiknum. Hardy var, eins og áður sagði, með rólegasta móti með 18 stig og 11 fráköst og það munaði um minna fyrir Hafnfirðinga. Gunnhildur Gunnarsdóttir, systir Berglindar í Snæfellsliðinu, átti þó fínan leik (9-7), sem og Jóhanna Björk Sveinsdóttir (11-6). Liðin mætast aftur á miðvikudaginn í Schenkerhöllinni.Snæfell-Haukar 59-50 (17-12, 11-13, 13-11, 18-14)Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 15/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 14/6 fráköst/8 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/13 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 1.Haukar: Lele Hardy 18/11 fráköst/6 stolnir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 5/7 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 5/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2. Ingi Þór Steinþórsson: Ég á ekki til nógu stór orð til að hrósa þeim "Vinnusemin í liðinu í dag var framúrskarandi. Ef ég ætti að gefa þeim einkunn frá 1-10, þá myndi ég gefa þeim 15-16," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að leik loknum. "Í leik þar sem er svona lágt skor er hver karfa svo ofboðslega dýrmæt og við vorum að fá framlag frá fleiri heldur en tveimur eða þremur. Það komu allar vel inn. Alda (Leif Jónsdóttir) og Berglind (Gunnarsdóttir) komu alveg einstaklega flottar inn af bekknum." Hildur Sigurðardóttir setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfur í upphafi fjórða leikhluta. Ingi sagði þær hafa skipt sköpum. "Þær fóru í svæðisvörn og freistuðu þess að breyta leiknum aðeins, en við nýttum okkur það mjög vel. Þá kom gamla díselvélin (Hildur Sigurðardóttir) og setti tvo alveg rafmagnaða þrista sem gáfu okkur þetta forskot sem við náðum svo að halda með alveg geðveikri baráttu í vörninni." Vörn Snæfells náði að halda vel aftur af Lele Hardy sem hafði óvenju hægt um sig í leiknum. "Ég myndi telja það að halda Lele Hardy í 18 stigum og 11 fráköstum jafngildi því að stoppa hana. Kredit til stelpnanna fyrir að halda henni í þessari stigatölu eða þessu framlagi sem hún var með. Ég á ekki til nógu stór orð til að hrósa þeim fyrir það."Bjarni Magnússon:Sóknarleikurinn var bara dapur hjá okkur Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka var að vonum svekktur með tapið í kvöld. Hann sagði að sóknarleikur Hauka hefði ekki verið nógu góður. "Sóknarleikurinn var bara dapur hjá okkur. Við vorum alltof flatar og alltof hægar og það var ekkert tempó í þeim aðgerðum sem við fórum í. Þess vegna var auðvelt að dekka okkur." "Varnarleikurinn var s.s. allt í lagi, svona lengst af, en sóknarleikurinn var afar dapur. Snæfell fór að hitta í byrjun fjórða leikhluta sem var viss vendipunktur í leiknum. "Þær ná þarna einhverjum tíu stigum í forystu og þegar það er lítið skorað, þá skiptir það auðvitað miklu máli. Við fengum tækifæri til að setja skot niður, eins og í lokin, þegar boltinn rúllaði upp úr hjá okkur, en það gekk ekki." "Heilt yfir var sóknarleikurinn ekki góður. Við fengum ekki nema tvær stoðsendingar í seinni hálfleik sem segir nú hvernig sóknarleik við vorum að spila. Við áttum satt best að segja ekkert skilið að vinna þennan leik og Snæfell voru bara grimmari sóknar- og varnarlega."Snæfell- Haukar - Leikur eitt í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna:Leik lokið | 59-50 | Helga Hjördís Björgvinsdóttir klárar leikinn með þriggja stiga körfu. Glæsilega gert hjá henni! Níu stiga sigur Snæfells staðreynd.39. mín | 56-50 | Jóhanna Björk tekur sóknarfrákast, skorar körfu góða og setur vítaskotið niður. Haukakonur eru enn á lífi.37. mín | 56-47| Hildur Björg setur niður þriggja stiga skot og kemur Snæfelli níu stigum yfir. Hún er búin að eiga mjög góðan leik. Snæfell er að vinna frákastabaráttuna, 49-38.35. mín | 49-44 | Leikhlé. Fimm stiga munur. Snæfell hefur verið að hitta vel hér í upphafi fjórða leikhluta. Hildur Sig. er t.a.m. búin að setja niður tvo þrista sem gætu reynst dýrmætir í jafn stigalágum leik og þessum.33. mín | 47-42| Hardy á vítalínunni. Alda Leif Jónsdóttir fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er langt frá því að vera sáttur með þennan dóm31. mín | 44-38 | Ég var nýbúinn að sleppa orðinu um að Hildur Sig. væri búin að hafa hægt um sig. Setur hún þá ekki bara eins og einn þrist niður.Þriðja leikhluta lokið | 41-36 | Það var það sama upp á teningnum í þriðja leikhluta - mikil barátta, sterkar varnir og léleg hittni. Haukarnir þurfa að fá framlag frá fleirum en Hardy í sókninni. Hildur Sigurðardóttir er aðeins komin með fjögur stig, en hefur hins vegar gefið sjö stoðsendingar.30. mín | 40-36| Lovísa Björt Henningsdóttir tók sóknarfrákast og minnkaði muninn fyrir Hauka, en Hildur Björg jók muninn í fjögur stig með þristi.27. mín | 37-34 | Berglind á vítalínunni og bætir tveimur stigum við. Hildur Björg kom Snæfelli yfir áðan.25. mín | 33-34 | Hardy brunar eins og eimreið upp völlinn og kemur Haukum yfir. Hún er búin að tvöfalda stigaskor sitt frá því í fyrri hálfleik. Það eru vondar fréttir fyrir Snæfell ef hún er að komast í gang.24. mín |33-30 | Hardy jafnaði leikinn fyrir Hauka með þriggja stiga körfu, en Hildur Björg svaraði með annarri slíkri.21. mín | 30-27 | Hardy skorar fyrstu stig seinni hálfleiks, en Guðrún Gróa svarar með körfu.Hálfleikstölfræði | Hildur Björg er stigahæst heimakvenna með átta stig, en Berglind kemur næst með sex stig. Hildur Sigurðardóttir er kominn með fjögur stig og sex stoðsendingar og Guðrún Gróa er með fimm stig og fimm fráköst og hefur spilað frábæra vörn á Hardy. Gunnhildur er stigahæst Haukakvenna með níu stig, auk þess sem hún hefur tekið sex fráköst. Hardy hefur verið með rólegasta móti, með sjö stig og sex fráköst. Bæði lið eru að hitta afleitlega.Fyrri hálfleik lokið | 28-25 | Hildur Björg skorar síðustu stig hálfleiksins eftir stoðsendingu frá Hildi Sigurðardóttur, hennar sjöttu.19. mín | 24-23| Gunnhildur á vítalínunni og setur annað vítið niður. Hildur Björg Kjartansdóttir kom Snæfelli áðan yfir á nýjan leik.18. mín | 21-22 | Jóhanna Björk kemur gestunum yfir af vítalínunni. Lítið skorað hér í fyrri hálfleik. Skotnýting beggja liða er mjög slök.16. mín | 21-20 | Hardy rífur niður sóknarfrákast og kemur muninum niður í eitt stig. Hún er komin með sjö stig og sex fráköst.15. mín |21-18 | Leikhlé. Hardy minnkaði muninn niður í þrjú stig. Allt í járnum hérna í Stykkishólmi.14. mín | 21-16| Systurnar sjá um stigaskorið þessa stundina. Berglind tók sóknarfrákast og setti niður skot í kjölfarið, en Gunnhildur svaraði með þristi. Hún er stigahæst Haukakvenna með átta stig, auk sex frákasta.12. mín | 19-12| Hardy á vítalínunni. Berglind Gunnarsdóttir, systir Gunnhildar í Haukaliðinu, kom Snæfelli áðan sjö stigum yfir.Fyrsta leikhluta lokið|17-12| Snæfell leiðir með fimm stigum, en liðið komst mest átta stigum yfir, 15-7. Hardy skoraði síðustu körfu leikhlutans og kom sér loks á blað. Haukakonur eru búnar að tapa sjö boltum það sem af er leiks.8. mín | 9-7 | Guðrún Gróa setur niður þrist og kemur Snæfelli yfir á ný. Bæði lið eru búin að fara illa góð færi undir körfunni. Hardy er ekki enn komin á blað.6. mín | 4-5| Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði fyrstu stig Hauka fyrir utan þriggja stiga línuna og Jóhanna Björk Sveinsdóttir bætti tveimur stigum við af vítalínunni.5. mín | 4-0 | Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tekur leikhlé. Hans stelpur eru ekki enn komnar á blað og eiga, allavega enn sem komið er, fá svör við sterkum varnarleik Snæfells.4. mín | 4-0| Hildur skorar fyrstu fjögur stig leiksins, tvö af vítalínunni og tvö með sniðsskoti eftir sendingu Guðrúnar Gróu.3. mín | 0-0 | Hildur Sigurðardóttir á vítalínunni. Liðunum hefur ekki enn lánast að skora. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir byrjar leikinn á að dekka Lele Hardy. Barátta þeirra mun væntanlega hafa mikið að segja um útkomu leiksins.Fyrsti leikhluti hafinn | 0-0 | Þetta er komið af stað. Góða skemmtun!Fyrir leik: Karlakór Reykjavíkur (!) hefur lokið við að flytja þjóðsönginn. Þeir eru víst staddir á ferðalagi hér í Stykkishólmi.Fyrir leik: Það fer að styttast í að leikurinn hefjist. Stúkan er nokkuð þétt setin.Fyrir leik: Þeir Jón Bender og Eggert Þór Aðalsteinsson sjá um dómgæsluna hér í kvöld.Fyrir leik: Kvennalið Snæfells er að komið í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins en Haukakonur eru í lokaúrslitum í fimmta sinn frá árinu 2006. Haukakonur hafa þrisvar unnið titiliinn, 2006, 2007 og 2009.Fyrir leik: Snæfellingar vona að biðin eftir Íslandsmeistaratitli verði ekki jafnlöng og hjá karlaliði félagsins sem tapaði þrisvar sinnum í lokaúrslitum (2004, 2005 og 2008) áður en fyrsti og eini Íslandsmeistaratitilinn kom í hús 2010.Fyrir leik: Haukakonur unnu þrjá sigra á Íslandsmeisturum Keflavíkur í undanúrslitaeinvígi sínu sem lauk fyrir tíu dögum en Haukaliðið vann þá tvo síðustu með samtals 46 stiga mun. Snæfellskonur hafa spilað tvo leiki á þeim tíma.Fyrir leik: Haukakonur töpuðu 1-3 á móti Njarðvík þegar þær voru síðast í lokaúrslitunum árið 2012. Þá reyndist Lele Hardy þeim afar erfið en í dag er þessi frábæri leikmaður hinsvegar með Haukum.Fyrir leik: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilaði frábærlega með Snæfellsliðinu í undanúrslitaeinvíginu á móti Val þar sem hún var meðal annars með hærra framlag en bandaríski leikmaður Valsliðsins. Gróa er líka eini leikmaður liðanna tveggja sem spilaði um titilinn í fyrra en hún komst þá í lokaúrslitin með KR-liðinu sem tapaði 1-3 á móti Keflavík.Fyrir leik: Snæfell vann alla fjóra deildarleiki liðanna en Haukakonur höfðu hinsvegar betur þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í febrúar. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Meistarar gegn nýliðum Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Sjá meira
Frasinn um að kappið beri fegurðina ofurliði er (of) oft notaður, en hann átti ákaflega vel við um fyrsta leik Snæfells og Hauka í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild kvenna. Bæði lið voru að berjast og spila af fullum krafti, en hittu sama og ekkert lengst af leiks, hvort sem það var fyrir utan þriggja stiga línuna eða í galopnum færum undir körfunni. Það voru þó Snæfellskonur sem náðu að landa sigrinum að lokum, fyrst og síðast vegna frábærs varnarleiks. Snæfell tók frumkvæðið strax í byrjun leiks og var fimm stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Haukakonur voru aldrei langt undan og náðu að jafna og komast yfir á kafla í öðrum leikhluta. Snæfellskonur náðu þó vopnum sínum á nýjan leik og leiddu með þremur stigum, 28-25, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það sama var upp á teningnum í þriðja leikhluta; mikil spenna, mikil barátta, en bæði lið voru enn í vandræðum með að hitta. Á tíma virtist sem Lele Hardy væri að komast í gang í sókninni, en Snæfellskonur hertu vörnina á ný og voru fimm stigum yfir að loknum þriðja leikhluta. Í upphafi fjórða leikhluta opnuðust hins vegar einhverjar flóðgáttir Snæfellsmegin. Hildur Sigurðardóttir, sem var búin að hafa hægt um sig í stigaskorun fram að því, setti niður tvo þrista og þegar þrjár mínútur lifðu leiks kom Hildur Björg Kjartansdóttir Snæfellskonum níu stigum yfir. Haukakonur gerðu heiðarlega tilraun til að jafna leikinn, en Helga Hjördís Björgvinsdóttir gerði út um þær vonir Hauka þegar hún setti niður þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Lokatölur urðu 59-50 og Snæfell tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Varnarleikur Snæfellskvenna var til mikillar fyrirmyndar í kvöld. Þar fór fremst í flokki Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem sýndi enn og aftur að hún er besti varnarmaður deildarinnar. Hún skoraði sjö stig, tók 13 fráköst (þar af sex sóknarfráköst) og spilaði frábæra vörn á Lele Hardy og hélt henni, ásamt liðsfélögum sínum, í "aðeins" 18 stigum. Hildurnar tvær, Kjartandóttir og Sigurðardóttir áttu sömuleiðis mjög góðan leik og settu niður mikilvæg skot og þá átti Berglind Gunnarsdóttir sterka innkomu; skoraði átta stig og tók fjögur fráköst sem skiptu sköpum í svona jöfnum leik. Varnarleikur Hauka var ágætur, en sóknarleikurinn varð þeim að falli í leiknum. Hardy var, eins og áður sagði, með rólegasta móti með 18 stig og 11 fráköst og það munaði um minna fyrir Hafnfirðinga. Gunnhildur Gunnarsdóttir, systir Berglindar í Snæfellsliðinu, átti þó fínan leik (9-7), sem og Jóhanna Björk Sveinsdóttir (11-6). Liðin mætast aftur á miðvikudaginn í Schenkerhöllinni.Snæfell-Haukar 59-50 (17-12, 11-13, 13-11, 18-14)Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 15/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 14/6 fráköst/8 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/13 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 1.Haukar: Lele Hardy 18/11 fráköst/6 stolnir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 5/7 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 5/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2. Ingi Þór Steinþórsson: Ég á ekki til nógu stór orð til að hrósa þeim "Vinnusemin í liðinu í dag var framúrskarandi. Ef ég ætti að gefa þeim einkunn frá 1-10, þá myndi ég gefa þeim 15-16," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að leik loknum. "Í leik þar sem er svona lágt skor er hver karfa svo ofboðslega dýrmæt og við vorum að fá framlag frá fleiri heldur en tveimur eða þremur. Það komu allar vel inn. Alda (Leif Jónsdóttir) og Berglind (Gunnarsdóttir) komu alveg einstaklega flottar inn af bekknum." Hildur Sigurðardóttir setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfur í upphafi fjórða leikhluta. Ingi sagði þær hafa skipt sköpum. "Þær fóru í svæðisvörn og freistuðu þess að breyta leiknum aðeins, en við nýttum okkur það mjög vel. Þá kom gamla díselvélin (Hildur Sigurðardóttir) og setti tvo alveg rafmagnaða þrista sem gáfu okkur þetta forskot sem við náðum svo að halda með alveg geðveikri baráttu í vörninni." Vörn Snæfells náði að halda vel aftur af Lele Hardy sem hafði óvenju hægt um sig í leiknum. "Ég myndi telja það að halda Lele Hardy í 18 stigum og 11 fráköstum jafngildi því að stoppa hana. Kredit til stelpnanna fyrir að halda henni í þessari stigatölu eða þessu framlagi sem hún var með. Ég á ekki til nógu stór orð til að hrósa þeim fyrir það."Bjarni Magnússon:Sóknarleikurinn var bara dapur hjá okkur Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka var að vonum svekktur með tapið í kvöld. Hann sagði að sóknarleikur Hauka hefði ekki verið nógu góður. "Sóknarleikurinn var bara dapur hjá okkur. Við vorum alltof flatar og alltof hægar og það var ekkert tempó í þeim aðgerðum sem við fórum í. Þess vegna var auðvelt að dekka okkur." "Varnarleikurinn var s.s. allt í lagi, svona lengst af, en sóknarleikurinn var afar dapur. Snæfell fór að hitta í byrjun fjórða leikhluta sem var viss vendipunktur í leiknum. "Þær ná þarna einhverjum tíu stigum í forystu og þegar það er lítið skorað, þá skiptir það auðvitað miklu máli. Við fengum tækifæri til að setja skot niður, eins og í lokin, þegar boltinn rúllaði upp úr hjá okkur, en það gekk ekki." "Heilt yfir var sóknarleikurinn ekki góður. Við fengum ekki nema tvær stoðsendingar í seinni hálfleik sem segir nú hvernig sóknarleik við vorum að spila. Við áttum satt best að segja ekkert skilið að vinna þennan leik og Snæfell voru bara grimmari sóknar- og varnarlega."Snæfell- Haukar - Leikur eitt í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna:Leik lokið | 59-50 | Helga Hjördís Björgvinsdóttir klárar leikinn með þriggja stiga körfu. Glæsilega gert hjá henni! Níu stiga sigur Snæfells staðreynd.39. mín | 56-50 | Jóhanna Björk tekur sóknarfrákast, skorar körfu góða og setur vítaskotið niður. Haukakonur eru enn á lífi.37. mín | 56-47| Hildur Björg setur niður þriggja stiga skot og kemur Snæfelli níu stigum yfir. Hún er búin að eiga mjög góðan leik. Snæfell er að vinna frákastabaráttuna, 49-38.35. mín | 49-44 | Leikhlé. Fimm stiga munur. Snæfell hefur verið að hitta vel hér í upphafi fjórða leikhluta. Hildur Sig. er t.a.m. búin að setja niður tvo þrista sem gætu reynst dýrmætir í jafn stigalágum leik og þessum.33. mín | 47-42| Hardy á vítalínunni. Alda Leif Jónsdóttir fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er langt frá því að vera sáttur með þennan dóm31. mín | 44-38 | Ég var nýbúinn að sleppa orðinu um að Hildur Sig. væri búin að hafa hægt um sig. Setur hún þá ekki bara eins og einn þrist niður.Þriðja leikhluta lokið | 41-36 | Það var það sama upp á teningnum í þriðja leikhluta - mikil barátta, sterkar varnir og léleg hittni. Haukarnir þurfa að fá framlag frá fleirum en Hardy í sókninni. Hildur Sigurðardóttir er aðeins komin með fjögur stig, en hefur hins vegar gefið sjö stoðsendingar.30. mín | 40-36| Lovísa Björt Henningsdóttir tók sóknarfrákast og minnkaði muninn fyrir Hauka, en Hildur Björg jók muninn í fjögur stig með þristi.27. mín | 37-34 | Berglind á vítalínunni og bætir tveimur stigum við. Hildur Björg kom Snæfelli yfir áðan.25. mín | 33-34 | Hardy brunar eins og eimreið upp völlinn og kemur Haukum yfir. Hún er búin að tvöfalda stigaskor sitt frá því í fyrri hálfleik. Það eru vondar fréttir fyrir Snæfell ef hún er að komast í gang.24. mín |33-30 | Hardy jafnaði leikinn fyrir Hauka með þriggja stiga körfu, en Hildur Björg svaraði með annarri slíkri.21. mín | 30-27 | Hardy skorar fyrstu stig seinni hálfleiks, en Guðrún Gróa svarar með körfu.Hálfleikstölfræði | Hildur Björg er stigahæst heimakvenna með átta stig, en Berglind kemur næst með sex stig. Hildur Sigurðardóttir er kominn með fjögur stig og sex stoðsendingar og Guðrún Gróa er með fimm stig og fimm fráköst og hefur spilað frábæra vörn á Hardy. Gunnhildur er stigahæst Haukakvenna með níu stig, auk þess sem hún hefur tekið sex fráköst. Hardy hefur verið með rólegasta móti, með sjö stig og sex fráköst. Bæði lið eru að hitta afleitlega.Fyrri hálfleik lokið | 28-25 | Hildur Björg skorar síðustu stig hálfleiksins eftir stoðsendingu frá Hildi Sigurðardóttur, hennar sjöttu.19. mín | 24-23| Gunnhildur á vítalínunni og setur annað vítið niður. Hildur Björg Kjartansdóttir kom Snæfelli áðan yfir á nýjan leik.18. mín | 21-22 | Jóhanna Björk kemur gestunum yfir af vítalínunni. Lítið skorað hér í fyrri hálfleik. Skotnýting beggja liða er mjög slök.16. mín | 21-20 | Hardy rífur niður sóknarfrákast og kemur muninum niður í eitt stig. Hún er komin með sjö stig og sex fráköst.15. mín |21-18 | Leikhlé. Hardy minnkaði muninn niður í þrjú stig. Allt í járnum hérna í Stykkishólmi.14. mín | 21-16| Systurnar sjá um stigaskorið þessa stundina. Berglind tók sóknarfrákast og setti niður skot í kjölfarið, en Gunnhildur svaraði með þristi. Hún er stigahæst Haukakvenna með átta stig, auk sex frákasta.12. mín | 19-12| Hardy á vítalínunni. Berglind Gunnarsdóttir, systir Gunnhildar í Haukaliðinu, kom Snæfelli áðan sjö stigum yfir.Fyrsta leikhluta lokið|17-12| Snæfell leiðir með fimm stigum, en liðið komst mest átta stigum yfir, 15-7. Hardy skoraði síðustu körfu leikhlutans og kom sér loks á blað. Haukakonur eru búnar að tapa sjö boltum það sem af er leiks.8. mín | 9-7 | Guðrún Gróa setur niður þrist og kemur Snæfelli yfir á ný. Bæði lið eru búin að fara illa góð færi undir körfunni. Hardy er ekki enn komin á blað.6. mín | 4-5| Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði fyrstu stig Hauka fyrir utan þriggja stiga línuna og Jóhanna Björk Sveinsdóttir bætti tveimur stigum við af vítalínunni.5. mín | 4-0 | Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tekur leikhlé. Hans stelpur eru ekki enn komnar á blað og eiga, allavega enn sem komið er, fá svör við sterkum varnarleik Snæfells.4. mín | 4-0| Hildur skorar fyrstu fjögur stig leiksins, tvö af vítalínunni og tvö með sniðsskoti eftir sendingu Guðrúnar Gróu.3. mín | 0-0 | Hildur Sigurðardóttir á vítalínunni. Liðunum hefur ekki enn lánast að skora. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir byrjar leikinn á að dekka Lele Hardy. Barátta þeirra mun væntanlega hafa mikið að segja um útkomu leiksins.Fyrsti leikhluti hafinn | 0-0 | Þetta er komið af stað. Góða skemmtun!Fyrir leik: Karlakór Reykjavíkur (!) hefur lokið við að flytja þjóðsönginn. Þeir eru víst staddir á ferðalagi hér í Stykkishólmi.Fyrir leik: Það fer að styttast í að leikurinn hefjist. Stúkan er nokkuð þétt setin.Fyrir leik: Þeir Jón Bender og Eggert Þór Aðalsteinsson sjá um dómgæsluna hér í kvöld.Fyrir leik: Kvennalið Snæfells er að komið í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins en Haukakonur eru í lokaúrslitum í fimmta sinn frá árinu 2006. Haukakonur hafa þrisvar unnið titiliinn, 2006, 2007 og 2009.Fyrir leik: Snæfellingar vona að biðin eftir Íslandsmeistaratitli verði ekki jafnlöng og hjá karlaliði félagsins sem tapaði þrisvar sinnum í lokaúrslitum (2004, 2005 og 2008) áður en fyrsti og eini Íslandsmeistaratitilinn kom í hús 2010.Fyrir leik: Haukakonur unnu þrjá sigra á Íslandsmeisturum Keflavíkur í undanúrslitaeinvígi sínu sem lauk fyrir tíu dögum en Haukaliðið vann þá tvo síðustu með samtals 46 stiga mun. Snæfellskonur hafa spilað tvo leiki á þeim tíma.Fyrir leik: Haukakonur töpuðu 1-3 á móti Njarðvík þegar þær voru síðast í lokaúrslitunum árið 2012. Þá reyndist Lele Hardy þeim afar erfið en í dag er þessi frábæri leikmaður hinsvegar með Haukum.Fyrir leik: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir spilaði frábærlega með Snæfellsliðinu í undanúrslitaeinvíginu á móti Val þar sem hún var meðal annars með hærra framlag en bandaríski leikmaður Valsliðsins. Gróa er líka eini leikmaður liðanna tveggja sem spilaði um titilinn í fyrra en hún komst þá í lokaúrslitin með KR-liðinu sem tapaði 1-3 á móti Keflavík.Fyrir leik: Snæfell vann alla fjóra deildarleiki liðanna en Haukakonur höfðu hinsvegar betur þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í febrúar.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Meistarar gegn nýliðum Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Sjá meira