Innlent

Óskar þess að fá að spila fótbolta aftur

Benjamín Nökkvi Björnsson er 10 ára gamall drengur sem gengið hefur í gegnum töluvert meira en flestir jafnaldrar sínir. Líf hans hefur einkennst af miklum veikindum, en þrátt fyrir það lítur hann lífið björtum augum og óskar þess að fá að spila fótbolta aftur.

Hann hefur gengið í gegnum stranga krabbameinsmeðferð, heilgeislun og tvenn mergskipti sem haft hefur sínar afleiðingar á líkamlega heilsu Benjamíns og hafa síðustu 10 ár einkennst af miklum innlögnum. Eitt hefur rekið annað hvað varðar líkamlega heilsu Benjamíns og hefur tími fjölskyldunnar oft verið erfiður.

Krakkarnir í 5.bekk í Selásskóla vilja styrkja bekkjarbróður sinn í baráttu við veikindin en hann hefur sigrast tvisvar á hvítblæði og er í dag að berjast við alvarlegan lungnasjúkdóm.

Styrktardagurinn er laugardaginn 29.mars frá kl.11-14 í Selásskóla með skemmtilegri dagskrá. Það verða kaffi og kökur á sanngjörnu verði, íþróttahúsið verður opið fyrir skemmtilega leiki.



Ísland í dag hitti  Benjamín Nökkva. Hægt er að sjá þáttinn hér að ofan.


Tengdar fréttir

„Gangandi kraftaverk“

Benjamín Nökkvi greindist með alvarlegan sjúkdóm og var honum ekki hugað líf. Þrátt fyrir þrálát veikindi alla hans ævi stendur hann sig eins og hetja og lítur lífið björtum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×