Hvorki tvöföldun við Straumsvík né í Ölfusi á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2014 19:15 Dýrafjarðargöng verða næsta stórvirki í vegagerð, samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2016, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, og þá lítur út fyrir að loksins verði hægt að aka hring í kringum landið á bundnu slitlagi. Vestfirðingar hafa mesta ástæðu til að gleðjast. Stærstu tíðindin er sú stefnumörkun að á eftir Norðfjarðargöngum komi Dýrafjarðargöng, boðin út 2016, tilbúin 2019. Það er hins vegar óvíst hvenær hægt verður að klára Vestfjarðaveg um Gufudalssveit vegna ágreinings um vegstæði. Önnur ný stórverk eru að ljúka á Dettifossvegi á næstu tveimur árum, reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og grafa lítil göng undir Húsavíkurhöfða vegna iðnaðarsvæðis á Bakka. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjörð og þá verður í fyrsta sinn hægt að komast á bundnu slitlagi í hring um landið, þó ekki hringveginn um Breiðdalsheiði heldur með því að þræða austfirsku firðina. Suðvestanlands á að breikka veginn um Hellisheiði og Kamba og leggja Arnarnesveg um efri byggðir Kópavogs. En svo er það sem ekki á að gera á næstu þremur árum. Það verða engin ný mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, ekki verður klárað að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík, það verður ekki tvöfaldað milli Hveragerðis og Selfoss og engin ný Ölfusárbrú við Selfoss, heldur ekki ný brú á Hornafjarðarfljót. Nýir malbikskaflar munu þó gleðja marga. Bundið slitlag bætist meðal annars á Krísuvíkurveg, Kjósarskarðsveg, Meðalfellsveg í Kjós, Svínadalsveg í Leirársveit, á Vestfjörðum í Patreksfirði áleiðis til Örlygshafnar og á Ströndum yfir Bjarnarfjarðarháls. Norðanlands kemur slitlag á Svínvetningabraut frá Blönduósi, á hálsinn milli Laxárvirkjunar og Kísilvegar, á Dimmuborgaveg, austanlands meðfram Lagarfljóti Fellabæjarmegin, og sunnanlands á Meðallandsveg og á Reykjaveg í Biskupstungum. Seyðfirðingar verða að bíða lengur eftir göngum, - en það á að fara í rannsóknir sem gefur þeim fyrirheit um að göng undir Fjarðarheiði komi á eftir Dýrafjarðargöngum. Sundbraut innan Reykjavíkur er nefnd í samgönguáætlun en án þess að fjármagn komi af fjárlögum. Nefnt er möguleg fjármögnun með þátttöku einkaaðila, sem væntanlega þýðir sérstaka skattheimtu í formi veggjalda. Það er þó ekki útfært nánar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dýrafjarðargöng verða næsta stórvirki í vegagerð, samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2016, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, og þá lítur út fyrir að loksins verði hægt að aka hring í kringum landið á bundnu slitlagi. Vestfirðingar hafa mesta ástæðu til að gleðjast. Stærstu tíðindin er sú stefnumörkun að á eftir Norðfjarðargöngum komi Dýrafjarðargöng, boðin út 2016, tilbúin 2019. Það er hins vegar óvíst hvenær hægt verður að klára Vestfjarðaveg um Gufudalssveit vegna ágreinings um vegstæði. Önnur ný stórverk eru að ljúka á Dettifossvegi á næstu tveimur árum, reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum og grafa lítil göng undir Húsavíkurhöfða vegna iðnaðarsvæðis á Bakka. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjörð og þá verður í fyrsta sinn hægt að komast á bundnu slitlagi í hring um landið, þó ekki hringveginn um Breiðdalsheiði heldur með því að þræða austfirsku firðina. Suðvestanlands á að breikka veginn um Hellisheiði og Kamba og leggja Arnarnesveg um efri byggðir Kópavogs. En svo er það sem ekki á að gera á næstu þremur árum. Það verða engin ný mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu, ekki verður klárað að tvöfalda Reykjanesbrautina við Straumsvík, það verður ekki tvöfaldað milli Hveragerðis og Selfoss og engin ný Ölfusárbrú við Selfoss, heldur ekki ný brú á Hornafjarðarfljót. Nýir malbikskaflar munu þó gleðja marga. Bundið slitlag bætist meðal annars á Krísuvíkurveg, Kjósarskarðsveg, Meðalfellsveg í Kjós, Svínadalsveg í Leirársveit, á Vestfjörðum í Patreksfirði áleiðis til Örlygshafnar og á Ströndum yfir Bjarnarfjarðarháls. Norðanlands kemur slitlag á Svínvetningabraut frá Blönduósi, á hálsinn milli Laxárvirkjunar og Kísilvegar, á Dimmuborgaveg, austanlands meðfram Lagarfljóti Fellabæjarmegin, og sunnanlands á Meðallandsveg og á Reykjaveg í Biskupstungum. Seyðfirðingar verða að bíða lengur eftir göngum, - en það á að fara í rannsóknir sem gefur þeim fyrirheit um að göng undir Fjarðarheiði komi á eftir Dýrafjarðargöngum. Sundbraut innan Reykjavíkur er nefnd í samgönguáætlun en án þess að fjármagn komi af fjárlögum. Nefnt er möguleg fjármögnun með þátttöku einkaaðila, sem væntanlega þýðir sérstaka skattheimtu í formi veggjalda. Það er þó ekki útfært nánar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira