Innlent

„Ekki það sem lofað var“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur/gva
„Þetta er ekki það sem lofað var, 300 milljarðarnir og 20% lækkun á lánum heimila,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann bendir á að þetta sé 5% leiðrétting á skuldum heimilanna og sé því langt frá gefnum kosningaloforðum.

Hann gagnrýnir að leiðréttingarnar gagnist ekki þeim sem þurfa mest á því að halda.

„Finnst okkur ástæða til þess að hátekjufólk og stóreignarmenn fái svona framlög úr ríkissjóði? Verða ekki að vera afmarkanir um það að við ætlum að nota þessa peninga til þess að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda.“

Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta vera í takt við það sem rætt var á fundum fyrir kosningar og þarna sé verið að taka ákveðið afmarkað tímabil og forsendubrestinn á því og leiðrétta hann.

„Þakið er til þess að þetta gagnist ekki þeim sem skulda mest og eru væntanlega tekjuhæstir. Það var nokkuð ljóst að væntingarnar voru svo miklar, maður gerði sér alltaf grein fyrir því að fólki fyndist þetta ekki nóg,“ segir Páll Jóhann.



Hægt er að hlusta á þáttinn Reykjavík síðdegis hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×