Sport

Vettel og Franklin hlutu Laureus-verðlaunin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sebastian Vettel með viðurkenningu sína í gær.
Sebastian Vettel með viðurkenningu sína í gær. Vísir/AP
Sebastian Vettel og hin unga Missu Franklin voru í gær útnefnd íþróttafólk ársins og hlutu hin eftirsóttu Laureus-verðlaun.

Vettel er 26 ára ökuþór úr Formúlu 1 en hann vann í fyrra sinn fjórða meistaratitil í röð. Hann veitti viðurkenningunni móttöku á athöfn sem fór fram í Singapúr í gær.

Franklin, átján ára sundkona frá Bandaríkjunum, vann sex gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í sundi á síðasta ári en þess má geta að hún vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012.

Aðrir sem voru tilnefndir í karlaflokki voru Usain Bolt, Mo Farah, Cristian Ronaldo, LeBron James og Rafael Nadal. Franklin hafði betur í valinu gegn þeim Shelly-Ann Fraser-Pryce og Serenu Williams.

„Þetta er mikill heiður og ein sérstökustu verðlaun sem ég hef fengið,“ sagði Vettel í gær.

Hér má sjá lista yfir sigurvegara gærkvöldsins:

Íþróttakarl ársins: Sebastian Vettel

Íþróttakona ársins: Missy Franklin

Lið ársins: Bayern München

Nýliði ársins: Marc Marquez

Endurkoma ársins: Rafael Nadal

Íþróttamaður ársins, fatlaðir: Marie Bochet




Fleiri fréttir

Sjá meira


×