Lágtekjufólk og leigjendur verði eftir í aðgerðum stjórnvalda Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2014 11:17 Vísir/GVA/DANÍEL „Óréttlætið er svo augljóst,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í máli sínu ræddi Árni Páll um frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu húsnæðislána. Árni vék að ummælum Gylfa Arnbjörnssonar á Facebook í gær og sagðist ekki skilja hvernig ríkisstjórnin gæti leyft sér að leggja ekkert til þeirra tekjulægstu og að gengið væri fram með þeim hætti að skilja þetta fólk eftir. Árni sagði einnig ljóst að í stað kosningaloforðs um að 300 milljarðar frá hrægömmum yrðu notaðir í leiðréttinguna, yrðu 70 milljarðar af skattfé notað. Sigmundur Davíð spurði forseta Alþingis hvort hann væri jafn undrandi á því og Sigmundur að enn einu sinni væri verið að halda því fram að það ætti að kosta 300 milljarða að leiðrétta lán. Hann sagðist hafa í mörg ár reynt að útskýra að leiðrétting væri ekki svo dýr, eins og síðasta ríkisstjórn hafa haldið. Sakaði hann Árna Pál um að snúa úr hlutunum. Skattfé væri notað til aðgerðanna þar til svigrúm skapaðist til annars og sagði skattlagningu á bankana hjálpa til þar. Þá sagði hann að félagsmálaráðherra muni leggja fram minnisblað um leið til að koma til móts við þann hóp sem Árni talaði um. Þá steig Árni Páll aftur í pontu og spurði hvernig ætti að seðja leigjendur með minnisblöðum. Sagði hann engar efndir vera að finna gagnvart lágtekjufólki og skilja ætti leigjendur eftir. Sigmundur Davíð tók næst til máls og sagði að ef Árni hefði fyrir því að kynna sér greinargerð frumvarpsins, sæi hann að ekki verið að skilja lágtekjufólk eftir. Sagði hann að auðvitað yrðu áfram hópar sem þyrfti aðstoð og ríkisstjórnin myndi áfram vinna við að leysa vanda þeirra. Hann leystist þó ekki nema efnahagslífið kæmist á réttan kjöl. Tengdar fréttir „Auðveldara en að panta sér pizzu" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kátur þegar hann fjallaði um skuldaleiðréttinguna á Facebook-síðu sinni í gær. 27. mars 2014 11:41 Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41 Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11 Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
„Óréttlætið er svo augljóst,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í máli sínu ræddi Árni Páll um frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu húsnæðislána. Árni vék að ummælum Gylfa Arnbjörnssonar á Facebook í gær og sagðist ekki skilja hvernig ríkisstjórnin gæti leyft sér að leggja ekkert til þeirra tekjulægstu og að gengið væri fram með þeim hætti að skilja þetta fólk eftir. Árni sagði einnig ljóst að í stað kosningaloforðs um að 300 milljarðar frá hrægömmum yrðu notaðir í leiðréttinguna, yrðu 70 milljarðar af skattfé notað. Sigmundur Davíð spurði forseta Alþingis hvort hann væri jafn undrandi á því og Sigmundur að enn einu sinni væri verið að halda því fram að það ætti að kosta 300 milljarða að leiðrétta lán. Hann sagðist hafa í mörg ár reynt að útskýra að leiðrétting væri ekki svo dýr, eins og síðasta ríkisstjórn hafa haldið. Sakaði hann Árna Pál um að snúa úr hlutunum. Skattfé væri notað til aðgerðanna þar til svigrúm skapaðist til annars og sagði skattlagningu á bankana hjálpa til þar. Þá sagði hann að félagsmálaráðherra muni leggja fram minnisblað um leið til að koma til móts við þann hóp sem Árni talaði um. Þá steig Árni Páll aftur í pontu og spurði hvernig ætti að seðja leigjendur með minnisblöðum. Sagði hann engar efndir vera að finna gagnvart lágtekjufólki og skilja ætti leigjendur eftir. Sigmundur Davíð tók næst til máls og sagði að ef Árni hefði fyrir því að kynna sér greinargerð frumvarpsins, sæi hann að ekki verið að skilja lágtekjufólk eftir. Sagði hann að auðvitað yrðu áfram hópar sem þyrfti aðstoð og ríkisstjórnin myndi áfram vinna við að leysa vanda þeirra. Hann leystist þó ekki nema efnahagslífið kæmist á réttan kjöl.
Tengdar fréttir „Auðveldara en að panta sér pizzu" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kátur þegar hann fjallaði um skuldaleiðréttinguna á Facebook-síðu sinni í gær. 27. mars 2014 11:41 Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41 Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11 Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
„Auðveldara en að panta sér pizzu" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kátur þegar hann fjallaði um skuldaleiðréttinguna á Facebook-síðu sinni í gær. 27. mars 2014 11:41
Skynsamlegra að leggja fyrir en að taka há lán „Í þessu fyrirkomulagi felst ný hugsun,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi um skuldarleiðréttinguna á fundi í Iðnó í dag. 26. mars 2014 16:41
Svona sækirðu um leiðréttingu Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag. 26. mars 2014 17:11
Skuldaleiðréttingin röng félagsleg forgangsröðun Leiðtogar flokka stjórnarandstöðunnar gagnrýna tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu harðlega. 27. mars 2014 10:16