Innlent

Svona sækirðu um leiðréttingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Daníel
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu framkvæmd stefnu ríkisstjórnar Íslands varðandi skuldaleiðréttinguna í dag.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fóru yfir leiðréttingu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og lækkun höfuðstóls með skattleysi séreignalífeyrissparnaðar í þrjú ár.

Ráðherrarnir kynntu leiðréttinguna á tólf glærum og settu upp dæmi um hvernig breytingarnar hafa áhrif á fjölskyldu með 700 þúsund krónur í sameiginlegar tekjur og eftirstöðvar 22 milljóna króna húsnæðisláns frá 2008.

Þá eru leiðbeiningar um hvernig hægt verði að sækja um leiðréttingu á heimasíðu ríkisskattstjóra frá 15. maí til 1. september.

Glærurnar má sjá í viðhenginu hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×