Framhaldsskólakennarar hafna tilboði og segja það móðgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. mars 2014 15:07 Frá fundi framhaldsskólakennara í dag. vísir/andri marinó Nokkuð bakslag varð í kjaradeilu framhaldsskólakennara í gær og var því boðað til blaðamannafundar í Fram heimilinu í dag. Fullt var út úr dyrum á fundinum en á sjötta hundrað sóttu verkfallsmiðstöðina í dag. Fulltrúar samninganefndarinnar, Stefán Andrésson og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, greindu frá því að undanfarna daga hefði verið unnið að vinnumati í tengslum við innleiðingu framhaldsskólalaga en launahækkanir hefðu ekki verið ræddar samhliða því. Þá sögðust þau ekki ætla að ræða málin frekar fyrr en jákvæðari tíðindi berast af launaliðnum. „Í gær fengum við annað tilboð sem við höfnuðum líka, sem var ívið verra ef eitthvað er. Við sögðumst ekki vera reiðubúin í frekari viðræður fyrr en við fengjum skárri tíðindi,“ sagði Hanna Björg. Hún sagði tilboðið móðgun og sagði engar líkur vera á því að viðræðum lyki næstu dögum því ræða þurfi meira en einungis launamálin. „Þetta tilboð í gær var eiginlega um of. Það var í raun lækkun frá tilboðinu sem við fengum 12. mars,“ sagði Stefán. Þá segist hann vera bjartsýnn á að sátt muni nást en segir biðina þó leiðigjarna og líkir viðræðum við störukeppni. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Sjá meira
Nokkuð bakslag varð í kjaradeilu framhaldsskólakennara í gær og var því boðað til blaðamannafundar í Fram heimilinu í dag. Fullt var út úr dyrum á fundinum en á sjötta hundrað sóttu verkfallsmiðstöðina í dag. Fulltrúar samninganefndarinnar, Stefán Andrésson og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, greindu frá því að undanfarna daga hefði verið unnið að vinnumati í tengslum við innleiðingu framhaldsskólalaga en launahækkanir hefðu ekki verið ræddar samhliða því. Þá sögðust þau ekki ætla að ræða málin frekar fyrr en jákvæðari tíðindi berast af launaliðnum. „Í gær fengum við annað tilboð sem við höfnuðum líka, sem var ívið verra ef eitthvað er. Við sögðumst ekki vera reiðubúin í frekari viðræður fyrr en við fengjum skárri tíðindi,“ sagði Hanna Björg. Hún sagði tilboðið móðgun og sagði engar líkur vera á því að viðræðum lyki næstu dögum því ræða þurfi meira en einungis launamálin. „Þetta tilboð í gær var eiginlega um of. Það var í raun lækkun frá tilboðinu sem við fengum 12. mars,“ sagði Stefán. Þá segist hann vera bjartsýnn á að sátt muni nást en segir biðina þó leiðigjarna og líkir viðræðum við störukeppni.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Sjá meira