Innlent

Ófært vegna hvassviðris

Gissur Sigurðsson skrifar
Vindur ýfir upp sjó í Hvalfirði.
Vindur ýfir upp sjó í Hvalfirði. Egill
Aftakaveður er víða á Suður- og Vesturlandi og er vindhraðinn sumstaðar svo mikill, að ófært er á nokkrum leiðum vegna hvassviðris.

Verst er veðrið á norðanverðu Snæfellsnesi og mjög snarpar hviður hafa mælst undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi, eða allt upp í 50 metra á sekúndu. Bæjarlækurinn í Ólafsvík beljar nú fram sem á og er mikill vatnselgur á götum neðst í bænum. 

Slæmt ferðaveður er einnig á Reykjanesbraut og á Sandskeiði og á noðurleiðinni er mjög hvasst bæði á Holtavörðu- og Öxnadalsheiðum og er fólki ráðlagt að leggja ekki á heiðarnar. Veðrið á að ganga hratt yfir, að sögn Veðurstofunnar og á að vera orðið skaplegt um hádegisbil. Ekki er vitað um slys eða óhöpp vegna veðursins, enda umferð í lágmarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×