Fótbolti

Öflugur hópinn valinn | Sif enn meidd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. Vísir/Stefán
Freyr Alexandersson tilkynnti í dag hvaða 20 leikmenn væru í leikmannahópi Íslands fyrir leiki liðsins gegn Ísrael og Möltu í undankeppni HM 2015.

Varnarmaðurinn Sif Atladóttir er enn frá vegna meiðsla og þá meiddist Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þórs/KA, í leik gegn Val í Lengjubikarnum um helgina.

Freyr ákvað svo að leyfa Elínu Mettu Jensen taka frekar þátt í undankeppni EM með U-19 landsliði Íslands sem freistar þess að komast áfram í lokakeppnina. „Það er gríðarlega mikilvægt verkefni,“ sagði Freyr á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Annars eru flestir sterkustu leikmenn Íslands með í hópnum en leikið verður gegn Ísrael þann 5. apríl og gegn Möltu fimm dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram ytra.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Þóra Björg Helgadóttir, FC Rosengård

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Turbine Potsdam

Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni

Varnarmenn:

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Val

Hallbera Guðný Gísladóttir, Torres

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni

Mist Edvardsdóttir, Val

Elísa Viðarsdóttir, Kristianstad

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni

Miðjumenn:

Dóra María Lárusdóttir, Val

Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengård

Katrín Ómarsdóttir, Liverpool

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi

Þórunn Helga Jónsdóttir, Avaldsnes

Ásgerður S. Baldursdóttir, Stjörnunni

Framherjar:

Fanndís Friðriksdóttir, Arna-Björnar

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×