Sakar hvalaverndunarsinna um lygar Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. mars 2014 20:43 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis sakar fulltrúa Alþjóða dýraverndunarsjóðinn um að ljúga vísvitandi um hvalveiðar Íslendinga til að auka andstöðu við veiðarnar. Fulltrúi sjóðsins á Íslandi vísar alfarið á bug.Ameríska matvælafyrirtækið Higer Liner Foods tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið væri hætt viðskiptum við HB Granda vegna aðkomu fyrirtækisins að hvalveiðum. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda er eigandi Hvals hf sem hefur stundað hvalveiðar um árabil. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt fyrir Íslendinga að veiða hval og óttast ekki hótanir. „Við höfum séð þessar hótanir áður og hef engar áhyggjur af þeim. Við þurfum að standa í lappirnar þegar kemur að þessum málum eins og öðrum þegar við höfum staðið á rétti okkar að nýta náttúruauðlindir landsins,“ segir Jón. Hann er nokkuð harðorður í garð Alþjóða dýraverndunarsjóðsins sem hefur fordæmt hvalveiðar Íslendinga. „Þessi samtök þau hika ekki við að beita óhróðri og fara rangt með vísvitandi með rangt mál til að afla málstað sínum atkvæði. Ég tel þetta jaðra við hryðjuverkastarfsemi þegar samtök berjast fyrir málstað sínum á röngum forsendum og hika ekki við að koma fram með villandi upplýsingar og afla sér þannig fylgis,“ segir Jón. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, segir þingmann Sjálfstæðisflokksins neita að horfast í augu við raunveruleikann. „Ef menn vilja tala um hryðjuverk í þessu sambandi þá er alveg ljóst að það eru hvalveiðarnar sem eru að skaða íslenska hagsmuni. Nema að maðurinn haldi það að ég stjórni utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Evrópusambandins,“ segir Sigursteinn. „Það hjálpar ekki til hvernig viðbrögðin hjá stjórnvöldum á Íslandi hafa verið. Þau hafa verið ofstækisfull á köflum.“ Barack Obama mun innan tíðar taka ákvörðun um það hvort hann muni beita Íslendinga þvingunum vegna hvalveiða. Tengdar fréttir Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13 Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis sakar fulltrúa Alþjóða dýraverndunarsjóðinn um að ljúga vísvitandi um hvalveiðar Íslendinga til að auka andstöðu við veiðarnar. Fulltrúi sjóðsins á Íslandi vísar alfarið á bug.Ameríska matvælafyrirtækið Higer Liner Foods tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið væri hætt viðskiptum við HB Granda vegna aðkomu fyrirtækisins að hvalveiðum. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda er eigandi Hvals hf sem hefur stundað hvalveiðar um árabil. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt fyrir Íslendinga að veiða hval og óttast ekki hótanir. „Við höfum séð þessar hótanir áður og hef engar áhyggjur af þeim. Við þurfum að standa í lappirnar þegar kemur að þessum málum eins og öðrum þegar við höfum staðið á rétti okkar að nýta náttúruauðlindir landsins,“ segir Jón. Hann er nokkuð harðorður í garð Alþjóða dýraverndunarsjóðsins sem hefur fordæmt hvalveiðar Íslendinga. „Þessi samtök þau hika ekki við að beita óhróðri og fara rangt með vísvitandi með rangt mál til að afla málstað sínum atkvæði. Ég tel þetta jaðra við hryðjuverkastarfsemi þegar samtök berjast fyrir málstað sínum á röngum forsendum og hika ekki við að koma fram með villandi upplýsingar og afla sér þannig fylgis,“ segir Jón. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóða dýraverndunarsjóðsins, segir þingmann Sjálfstæðisflokksins neita að horfast í augu við raunveruleikann. „Ef menn vilja tala um hryðjuverk í þessu sambandi þá er alveg ljóst að það eru hvalveiðarnar sem eru að skaða íslenska hagsmuni. Nema að maðurinn haldi það að ég stjórni utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Evrópusambandins,“ segir Sigursteinn. „Það hjálpar ekki til hvernig viðbrögðin hjá stjórnvöldum á Íslandi hafa verið. Þau hafa verið ofstækisfull á köflum.“ Barack Obama mun innan tíðar taka ákvörðun um það hvort hann muni beita Íslendinga þvingunum vegna hvalveiða.
Tengdar fréttir Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58 High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13 Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Flytja langreyðarkjöt til Japan Dýravelferðarsamtök ósátt við útflutning langreyðarkjöts. 20. mars 2014 21:58
High Liner Foods slítur samstarfi vegna tengingar við hvalveiðar Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjölmiðlum um viðskipti félagsins við bandaríska félagið High Liner. 23. mars 2014 18:13
Kjötið beint til Japan Fyrir dyrum er ákvörðun Bandaríkjaforseta vegna hvalveiða Íslendinga í viðskiptaskyni. Flutningaskipið Alma er á leið til Japan með um 2.000 tonn af hvalkjöti. Hvalur hf. hefur verið gerður afturreka með umskipun á hvalkjöti í evrópskum höfnum. 22. mars 2014 07:00