Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2014 17:00 Síðastliðinn laugardag fór Hugrún Halldórsdóttir í Íslandi í dag í heimsókn að Háafelli og ræddi við Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabónda, og fékk að kynnast geitunum þar á bæ. Ef áfram heldur sem horfir sagði Jóhanna að hún þyrfti að senda öll sýn dýr, 190 geitur og 200 kiðlinga í slátrun. Þá sagðist hún vera uggandi um framtíð íslenska geitastofnsins, en geiturnar á Háafelli eru um 22 prósent íslenska stofnsins. Aðspurð um aukningu í því að fólk sé að taka geitur í fóstur segir Jóhanna mikla fjölgun hafa verið í því. „Það hefur aukist. Þessi möguleiki hefur verið í boði í fjögur ár en það hefur aukist mikið núna. Það er mjög jákvætt,“ segir Jóhanna. Jóhanna fékk um helgina mikinn fjölda tölvupósta og símtala. „Fólk er að hringja og spjalla um ýmislegt og spyrja um geiturnar. Ég hef fengið töluverð viðbrögð.“ Jóhanna segir geiturnar vera með mikinn karakter. „Þetta er eins og mannfólkið. Það eru engar tvær eins og fólk áttar sig ekki almennilega á því fyrr en það er búið að heilsa upp á þær.“ Þann 15. mars var Facebook hópurinn Björgum geitunum á Háafelli í Borgarfirði stofnaður og þegar eru í henni 2.097 meðlimir. Að taka geit í fóstur kostar 8.000 krónur á ári sem ganga upp í fóðurkostnað og umönnun. Fósturforeldrar geitarinnar geta komið með fjölskylduna í heimsókn að Háafelli tvisvar sinnum á ári og reglulegar fréttir af geitunum. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Síðastliðinn laugardag fór Hugrún Halldórsdóttir í Íslandi í dag í heimsókn að Háafelli og ræddi við Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabónda, og fékk að kynnast geitunum þar á bæ. Ef áfram heldur sem horfir sagði Jóhanna að hún þyrfti að senda öll sýn dýr, 190 geitur og 200 kiðlinga í slátrun. Þá sagðist hún vera uggandi um framtíð íslenska geitastofnsins, en geiturnar á Háafelli eru um 22 prósent íslenska stofnsins. Aðspurð um aukningu í því að fólk sé að taka geitur í fóstur segir Jóhanna mikla fjölgun hafa verið í því. „Það hefur aukist. Þessi möguleiki hefur verið í boði í fjögur ár en það hefur aukist mikið núna. Það er mjög jákvætt,“ segir Jóhanna. Jóhanna fékk um helgina mikinn fjölda tölvupósta og símtala. „Fólk er að hringja og spjalla um ýmislegt og spyrja um geiturnar. Ég hef fengið töluverð viðbrögð.“ Jóhanna segir geiturnar vera með mikinn karakter. „Þetta er eins og mannfólkið. Það eru engar tvær eins og fólk áttar sig ekki almennilega á því fyrr en það er búið að heilsa upp á þær.“ Þann 15. mars var Facebook hópurinn Björgum geitunum á Háafelli í Borgarfirði stofnaður og þegar eru í henni 2.097 meðlimir. Að taka geit í fóstur kostar 8.000 krónur á ári sem ganga upp í fóðurkostnað og umönnun. Fósturforeldrar geitarinnar geta komið með fjölskylduna í heimsókn að Háafelli tvisvar sinnum á ári og reglulegar fréttir af geitunum.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira