Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2014 17:00 Síðastliðinn laugardag fór Hugrún Halldórsdóttir í Íslandi í dag í heimsókn að Háafelli og ræddi við Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabónda, og fékk að kynnast geitunum þar á bæ. Ef áfram heldur sem horfir sagði Jóhanna að hún þyrfti að senda öll sýn dýr, 190 geitur og 200 kiðlinga í slátrun. Þá sagðist hún vera uggandi um framtíð íslenska geitastofnsins, en geiturnar á Háafelli eru um 22 prósent íslenska stofnsins. Aðspurð um aukningu í því að fólk sé að taka geitur í fóstur segir Jóhanna mikla fjölgun hafa verið í því. „Það hefur aukist. Þessi möguleiki hefur verið í boði í fjögur ár en það hefur aukist mikið núna. Það er mjög jákvætt,“ segir Jóhanna. Jóhanna fékk um helgina mikinn fjölda tölvupósta og símtala. „Fólk er að hringja og spjalla um ýmislegt og spyrja um geiturnar. Ég hef fengið töluverð viðbrögð.“ Jóhanna segir geiturnar vera með mikinn karakter. „Þetta er eins og mannfólkið. Það eru engar tvær eins og fólk áttar sig ekki almennilega á því fyrr en það er búið að heilsa upp á þær.“ Þann 15. mars var Facebook hópurinn Björgum geitunum á Háafelli í Borgarfirði stofnaður og þegar eru í henni 2.097 meðlimir. Að taka geit í fóstur kostar 8.000 krónur á ári sem ganga upp í fóðurkostnað og umönnun. Fósturforeldrar geitarinnar geta komið með fjölskylduna í heimsókn að Háafelli tvisvar sinnum á ári og reglulegar fréttir af geitunum. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Síðastliðinn laugardag fór Hugrún Halldórsdóttir í Íslandi í dag í heimsókn að Háafelli og ræddi við Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabónda, og fékk að kynnast geitunum þar á bæ. Ef áfram heldur sem horfir sagði Jóhanna að hún þyrfti að senda öll sýn dýr, 190 geitur og 200 kiðlinga í slátrun. Þá sagðist hún vera uggandi um framtíð íslenska geitastofnsins, en geiturnar á Háafelli eru um 22 prósent íslenska stofnsins. Aðspurð um aukningu í því að fólk sé að taka geitur í fóstur segir Jóhanna mikla fjölgun hafa verið í því. „Það hefur aukist. Þessi möguleiki hefur verið í boði í fjögur ár en það hefur aukist mikið núna. Það er mjög jákvætt,“ segir Jóhanna. Jóhanna fékk um helgina mikinn fjölda tölvupósta og símtala. „Fólk er að hringja og spjalla um ýmislegt og spyrja um geiturnar. Ég hef fengið töluverð viðbrögð.“ Jóhanna segir geiturnar vera með mikinn karakter. „Þetta er eins og mannfólkið. Það eru engar tvær eins og fólk áttar sig ekki almennilega á því fyrr en það er búið að heilsa upp á þær.“ Þann 15. mars var Facebook hópurinn Björgum geitunum á Háafelli í Borgarfirði stofnaður og þegar eru í henni 2.097 meðlimir. Að taka geit í fóstur kostar 8.000 krónur á ári sem ganga upp í fóðurkostnað og umönnun. Fósturforeldrar geitarinnar geta komið með fjölskylduna í heimsókn að Háafelli tvisvar sinnum á ári og reglulegar fréttir af geitunum.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira