Innlent

„Þetta er algjör skelfing“

Félag háskólakennara samþykkti í gær verkfall með miklum meirihluta. Ef samningar við ríkið nást ekki á næstu vikum hefst verkfallið á boðuðum próftíma Háskóla Íslands.

Stúdentahreyfingarnar Vaka og Röskva hafa sent frá sér ályktanir vegna málsins. Formenn hreyfinganna eru sammála um að hagsmunir nemenda þurfi að vera hafðir að leiðarljósi og eru uggandu um hag nemenda vegna fyrirhugaðs verkfalls.

„Það er algjör skelfing að skella þessari óvissu á nemendur háskólans,“ segir Jón Birgir Einarsson, formaður Vöku. 

„Okkar hugur liggur hjá stúdentum í þessu máli vegna þess að þetta kemur verst niður á þeim. Við viljum að stúdentar fái að taka próf á réttum tíma og vonum þess vegna innilega að það náist að semja í tæka tíð,“ segir hann jafnframt.  

Ragna Sigurðardóttir, formaður Röskvu, tekur í sama streng.

„Að verkfall hafi verið samþykt er ákveðin vísbending um að þetta sé samfélagslegt vandamál. Við megum ekki gleyma að menntun er dýrmæt fyrir samfélagið í heild. Þetta er barátta okkar allra,“ segir hún.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×