Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. mars 2014 19:00 Guðmundur skilur ekkert hvað Dujshebaev gekk til. Vísir/Getty „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað. Þar var Guðmundur ásakaður af TalantDujshebaev, þjálfara Kielce, eftir 32-28 tapleik, að beina að honum dónalegum handabendingum en Dujshebaev fór mikinn á fundinum og sagði Guðmund einnig hafa verið með dónaskap í leikjum Íslands og Spánar á árum áður. „Þetta var óhugnaleg upplifun. Ég sé mest eftir því að hafa ekki staðið upp og farið en maður er atvinnumaður og er vanur því að klára þessa blaðamannafundi. Þetta var algjörlega absúrd,“ segir Guðmundur. Fjörið hófst ekki á blaðamannafundinum heldur beint eftir leik þegar Dujshebaev óð í Guðmund og veitti honum högg. „Maðurinn kýldi mig eftir leikinn. Við erum búnir að kæra þetta. Þetta sést alveg í sjónvarpsútsendingunni. Hann veitist að mér og slær mig fyrir neðan beltisstað. Ég féll saman eins og gerist og gengur þegar maður er sleginn þar,“ segir Guðmundur en lítið sem ekkert fór þeirra í milli á meðan leik stóð. „Það gerðist ekkert nema í eitt skipti þegar hann var að reyna að hafa áhrif á dómarann þegar Alexander sótti að markinu. Hann var með eitthvað leiðinda látbragð eins og gerist og gengur og ég lét í mér heyra. Fleiri voru orðaskipti okkar ekki. Svo veit ég ekki fyrr en leiknum lýkur að hann veitist að mér með skömmum. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann. Svo unnu þeir leikinn þannig þetta er alveg óskiljanlegt.“Talant sýnir hvað Guðmundur átti að hafa gert. Guðmundi var brugðið.Mynd/SkjáskotBauð Guðmundi í slag Hvað varðar handabendinguna dónalegu vísar Guðmundur því til föðurhúsanna. „Þetta er bara lygi - ótrúleg lygi. Hvar átti ég að hafa gert þetta? Hvers konar rugl er þetta? Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu. Félagið er einnig búið að kæra framkomu hans á fundinum enda er hún fullkomlega fyrir neðan allar hellur. Þetta er uppspuni og lygi,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dujshebaev lendir upp á kant við þjálfara eða leikmenn andstæðinganna, segir Guðmundur. „Hann er þekktur fyrir það að vaða í aðra þjálfara sem leyfa sér að mótmæla nokkru sem hann gerir. Hann óð t.a.m. fyrir nokkrum árum í Martin Schwalb, þjálfara Hamburg og þegar hann þjálfaði Ciudad Real sló hann Dragan Srkbic, leikmann Barcelona. Fyrir það fékk hann nokkurra leikja bann.“ Guðmundur segist tæplega geta lýst því hvernig upplifunin var af þessum blaðamannafundi en hann segir engan fót fyrir ásökunum Dujshebaevs sem toppaði sig svo með því að bjóða Guðmundi að hitta sig út á bílastæði. „Hann bauð mér að koma út á plan og gera út um þetta þar. Hann bauð mér í slagsmál. Þetta er náttúrlega óskiljanlegt,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað. Þar var Guðmundur ásakaður af TalantDujshebaev, þjálfara Kielce, eftir 32-28 tapleik, að beina að honum dónalegum handabendingum en Dujshebaev fór mikinn á fundinum og sagði Guðmund einnig hafa verið með dónaskap í leikjum Íslands og Spánar á árum áður. „Þetta var óhugnaleg upplifun. Ég sé mest eftir því að hafa ekki staðið upp og farið en maður er atvinnumaður og er vanur því að klára þessa blaðamannafundi. Þetta var algjörlega absúrd,“ segir Guðmundur. Fjörið hófst ekki á blaðamannafundinum heldur beint eftir leik þegar Dujshebaev óð í Guðmund og veitti honum högg. „Maðurinn kýldi mig eftir leikinn. Við erum búnir að kæra þetta. Þetta sést alveg í sjónvarpsútsendingunni. Hann veitist að mér og slær mig fyrir neðan beltisstað. Ég féll saman eins og gerist og gengur þegar maður er sleginn þar,“ segir Guðmundur en lítið sem ekkert fór þeirra í milli á meðan leik stóð. „Það gerðist ekkert nema í eitt skipti þegar hann var að reyna að hafa áhrif á dómarann þegar Alexander sótti að markinu. Hann var með eitthvað leiðinda látbragð eins og gerist og gengur og ég lét í mér heyra. Fleiri voru orðaskipti okkar ekki. Svo veit ég ekki fyrr en leiknum lýkur að hann veitist að mér með skömmum. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann. Svo unnu þeir leikinn þannig þetta er alveg óskiljanlegt.“Talant sýnir hvað Guðmundur átti að hafa gert. Guðmundi var brugðið.Mynd/SkjáskotBauð Guðmundi í slag Hvað varðar handabendinguna dónalegu vísar Guðmundur því til föðurhúsanna. „Þetta er bara lygi - ótrúleg lygi. Hvar átti ég að hafa gert þetta? Hvers konar rugl er þetta? Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu. Félagið er einnig búið að kæra framkomu hans á fundinum enda er hún fullkomlega fyrir neðan allar hellur. Þetta er uppspuni og lygi,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dujshebaev lendir upp á kant við þjálfara eða leikmenn andstæðinganna, segir Guðmundur. „Hann er þekktur fyrir það að vaða í aðra þjálfara sem leyfa sér að mótmæla nokkru sem hann gerir. Hann óð t.a.m. fyrir nokkrum árum í Martin Schwalb, þjálfara Hamburg og þegar hann þjálfaði Ciudad Real sló hann Dragan Srkbic, leikmann Barcelona. Fyrir það fékk hann nokkurra leikja bann.“ Guðmundur segist tæplega geta lýst því hvernig upplifunin var af þessum blaðamannafundi en hann segir engan fót fyrir ásökunum Dujshebaevs sem toppaði sig svo með því að bjóða Guðmundi að hitta sig út á bílastæði. „Hann bauð mér að koma út á plan og gera út um þetta þar. Hann bauð mér í slagsmál. Þetta er náttúrlega óskiljanlegt,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10