Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. mars 2014 19:00 Guðmundur skilur ekkert hvað Dujshebaev gekk til. Vísir/Getty „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað. Þar var Guðmundur ásakaður af TalantDujshebaev, þjálfara Kielce, eftir 32-28 tapleik, að beina að honum dónalegum handabendingum en Dujshebaev fór mikinn á fundinum og sagði Guðmund einnig hafa verið með dónaskap í leikjum Íslands og Spánar á árum áður. „Þetta var óhugnaleg upplifun. Ég sé mest eftir því að hafa ekki staðið upp og farið en maður er atvinnumaður og er vanur því að klára þessa blaðamannafundi. Þetta var algjörlega absúrd,“ segir Guðmundur. Fjörið hófst ekki á blaðamannafundinum heldur beint eftir leik þegar Dujshebaev óð í Guðmund og veitti honum högg. „Maðurinn kýldi mig eftir leikinn. Við erum búnir að kæra þetta. Þetta sést alveg í sjónvarpsútsendingunni. Hann veitist að mér og slær mig fyrir neðan beltisstað. Ég féll saman eins og gerist og gengur þegar maður er sleginn þar,“ segir Guðmundur en lítið sem ekkert fór þeirra í milli á meðan leik stóð. „Það gerðist ekkert nema í eitt skipti þegar hann var að reyna að hafa áhrif á dómarann þegar Alexander sótti að markinu. Hann var með eitthvað leiðinda látbragð eins og gerist og gengur og ég lét í mér heyra. Fleiri voru orðaskipti okkar ekki. Svo veit ég ekki fyrr en leiknum lýkur að hann veitist að mér með skömmum. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann. Svo unnu þeir leikinn þannig þetta er alveg óskiljanlegt.“Talant sýnir hvað Guðmundur átti að hafa gert. Guðmundi var brugðið.Mynd/SkjáskotBauð Guðmundi í slag Hvað varðar handabendinguna dónalegu vísar Guðmundur því til föðurhúsanna. „Þetta er bara lygi - ótrúleg lygi. Hvar átti ég að hafa gert þetta? Hvers konar rugl er þetta? Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu. Félagið er einnig búið að kæra framkomu hans á fundinum enda er hún fullkomlega fyrir neðan allar hellur. Þetta er uppspuni og lygi,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dujshebaev lendir upp á kant við þjálfara eða leikmenn andstæðinganna, segir Guðmundur. „Hann er þekktur fyrir það að vaða í aðra þjálfara sem leyfa sér að mótmæla nokkru sem hann gerir. Hann óð t.a.m. fyrir nokkrum árum í Martin Schwalb, þjálfara Hamburg og þegar hann þjálfaði Ciudad Real sló hann Dragan Srkbic, leikmann Barcelona. Fyrir það fékk hann nokkurra leikja bann.“ Guðmundur segist tæplega geta lýst því hvernig upplifunin var af þessum blaðamannafundi en hann segir engan fót fyrir ásökunum Dujshebaevs sem toppaði sig svo með því að bjóða Guðmundi að hitta sig út á bílastæði. „Hann bauð mér að koma út á plan og gera út um þetta þar. Hann bauð mér í slagsmál. Þetta er náttúrlega óskiljanlegt,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað. Þar var Guðmundur ásakaður af TalantDujshebaev, þjálfara Kielce, eftir 32-28 tapleik, að beina að honum dónalegum handabendingum en Dujshebaev fór mikinn á fundinum og sagði Guðmund einnig hafa verið með dónaskap í leikjum Íslands og Spánar á árum áður. „Þetta var óhugnaleg upplifun. Ég sé mest eftir því að hafa ekki staðið upp og farið en maður er atvinnumaður og er vanur því að klára þessa blaðamannafundi. Þetta var algjörlega absúrd,“ segir Guðmundur. Fjörið hófst ekki á blaðamannafundinum heldur beint eftir leik þegar Dujshebaev óð í Guðmund og veitti honum högg. „Maðurinn kýldi mig eftir leikinn. Við erum búnir að kæra þetta. Þetta sést alveg í sjónvarpsútsendingunni. Hann veitist að mér og slær mig fyrir neðan beltisstað. Ég féll saman eins og gerist og gengur þegar maður er sleginn þar,“ segir Guðmundur en lítið sem ekkert fór þeirra í milli á meðan leik stóð. „Það gerðist ekkert nema í eitt skipti þegar hann var að reyna að hafa áhrif á dómarann þegar Alexander sótti að markinu. Hann var með eitthvað leiðinda látbragð eins og gerist og gengur og ég lét í mér heyra. Fleiri voru orðaskipti okkar ekki. Svo veit ég ekki fyrr en leiknum lýkur að hann veitist að mér með skömmum. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann. Svo unnu þeir leikinn þannig þetta er alveg óskiljanlegt.“Talant sýnir hvað Guðmundur átti að hafa gert. Guðmundi var brugðið.Mynd/SkjáskotBauð Guðmundi í slag Hvað varðar handabendinguna dónalegu vísar Guðmundur því til föðurhúsanna. „Þetta er bara lygi - ótrúleg lygi. Hvar átti ég að hafa gert þetta? Hvers konar rugl er þetta? Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu. Félagið er einnig búið að kæra framkomu hans á fundinum enda er hún fullkomlega fyrir neðan allar hellur. Þetta er uppspuni og lygi,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dujshebaev lendir upp á kant við þjálfara eða leikmenn andstæðinganna, segir Guðmundur. „Hann er þekktur fyrir það að vaða í aðra þjálfara sem leyfa sér að mótmæla nokkru sem hann gerir. Hann óð t.a.m. fyrir nokkrum árum í Martin Schwalb, þjálfara Hamburg og þegar hann þjálfaði Ciudad Real sló hann Dragan Srkbic, leikmann Barcelona. Fyrir það fékk hann nokkurra leikja bann.“ Guðmundur segist tæplega geta lýst því hvernig upplifunin var af þessum blaðamannafundi en hann segir engan fót fyrir ásökunum Dujshebaevs sem toppaði sig svo með því að bjóða Guðmundi að hitta sig út á bílastæði. „Hann bauð mér að koma út á plan og gera út um þetta þar. Hann bauð mér í slagsmál. Þetta er náttúrlega óskiljanlegt,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10