Innlent

„Þessi innivinna er ekkert sérstaklega þægileg“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Guðmundur Steingrímsson var gestur Mikaels Torfasonar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 og Vísi í dag. Ræddi hann meðal annars um Framsóknarflokkinn fyrr og nú.

Þá svaraði hann gagnrýni á Bjarta framtíð og sjálfan sig, en meðal annars hefur sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason kallað framboðið „letilegt framboð Guðmundar Steingrímssonar og Róberts Marshall, aðallega miðað við að þeir hafi þægilega innivinnu sýnist manni“.

„Þessi innivinna er ekkert sérstaklega þægileg,“ svarar Guðmundur og segir hann ummælin arfavitlaus. „Þetta er fullt af fólki sem kemur að þessu og hann horfir algjörlega fram að því að Besti flokkurinn í Reykjavík er algjört burðarafl í Bjartri framtíð.“

Guðmundur segist ekki taka gagnrýninni persónulega og aðspurður segist hann vera hugsjónamaður.

„Við höfum þessa trú að þjóðfélagið, með öllum þessu ólíku skoðunum, hagsmunum og lífsviðhorfum, sé vettvangur þar sem við þurfum að stunda stjórnmál sem snúast um góð samskipti.“

Viðtalið við Guðmund má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Þátturinn í heild sinni Twitter-færslur merktar #MinSkodun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×