Röskva skorar á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. mars 2014 22:39 Röskva harmar að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. vísir/anton Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi verkfalls kennara við skólann. Þar er það harmað að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. „Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.“ Samtökin skora á ríkisstjórnina að „láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra“.Yfirlýsingin í heild sinni:Stærsti vinnustaður landsins lokarRöskva harmar að starfsmenn Háskóla Íslands sjái sig knúna til að boða til verkfalls. Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.Verkfall háskólakennara hefur auk þess mikil áhrif á stöðu nemenda við Háskóla Íslands. Óvissa skapast varðandi skil lokaverkefna og lokapróf í vor. Útskriftarnemar sem stefna á framhaldsnám eru bundnir af því að útskrifast í vor til þess að geta haldið áfram í námi og að auki skapast óvissa um greiðslur námslána til stúdenta.Ríkisstjórnin verður að svara því hvernig framtíðarsýn hún hefur fyrir háskólamenntað fólk. Röskva skorar á núverandi ríkisstjórn að láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra. Það er mikilvægt að sátt náist um kjör háskólakennara og að ríkið rísi undir þeim réttmætu kröfum sem Félag háskólakennara leggur til.Fjárfesting í menntun er forsenda framgangs og árangurs. Rétt forgangsröðun í fjárlögum til menntakerfisins er nauðsynleg eigi Ísland að viðhalda stöðu sinni sem samfélag þar sem ungu fólki býðst framhaldsmenntun og vinna sem er samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi verkfalls kennara við skólann. Þar er það harmað að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. „Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.“ Samtökin skora á ríkisstjórnina að „láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra“.Yfirlýsingin í heild sinni:Stærsti vinnustaður landsins lokarRöskva harmar að starfsmenn Háskóla Íslands sjái sig knúna til að boða til verkfalls. Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.Verkfall háskólakennara hefur auk þess mikil áhrif á stöðu nemenda við Háskóla Íslands. Óvissa skapast varðandi skil lokaverkefna og lokapróf í vor. Útskriftarnemar sem stefna á framhaldsnám eru bundnir af því að útskrifast í vor til þess að geta haldið áfram í námi og að auki skapast óvissa um greiðslur námslána til stúdenta.Ríkisstjórnin verður að svara því hvernig framtíðarsýn hún hefur fyrir háskólamenntað fólk. Röskva skorar á núverandi ríkisstjórn að láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra. Það er mikilvægt að sátt náist um kjör háskólakennara og að ríkið rísi undir þeim réttmætu kröfum sem Félag háskólakennara leggur til.Fjárfesting í menntun er forsenda framgangs og árangurs. Rétt forgangsröðun í fjárlögum til menntakerfisins er nauðsynleg eigi Ísland að viðhalda stöðu sinni sem samfélag þar sem ungu fólki býðst framhaldsmenntun og vinna sem er samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira