Enski boltinn

Wenger: Einn versti dagurinn á ferlinum | Mætti ekki á blaðamannafund

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger átti ekki góðan dag.
Arsene Wenger átti ekki góðan dag. Vísir/Getty
„Tapið er mér að kenna. Ég tek fulla ábyrgð á því,“ sagði niðurbrotinn ArseneWenger, knattspyrnustjóri Arsenal, í viðtali eftir 6-0 niðurlæginguna gegn Chelsea á Brúnni í dag.

„Ég held við þurfum ekkert að tala of mikið um mistökin sem við gerðum. Nú skiptir bara máli hvernig við komum til baka gegn Swansea á þriðjudaginn. Það besta í stöðunni er að útskýra mistökin ekki of ítarlega,“ sagði Frakkinn sem gekkst við því að þetta væri eitt það versta sem hann hefur upplifað.

„Já, vitaskuld er þetta einn af verstu dögunum á ferlinum. Leikurinn var búinn eftir 20 mínútur og þá var mikið eftir. Maður undirbýr sig ekki alla vikuna til að upplifa þetta.“

Aðspurður um rauða spjaldið sem Kieran Gibbs fékk þegar Oxlade-Chamberlain varðist með hendi inn í teig sagði Wenger:

„Þetta var hendi en ég held að dómarinn hafi ekki séð brotið. Boltinn fór út af og ég held að Chamberlain hafi komið við hann. Ég veit ekki hver gaf merki um hendi en dómarinn sá þetta ekki.“

Wenger gaf hefbundin viðtöl við útvarp og sjónvarp eftir leik en mætti svo ekki á blaðamannafund. Fyrir það gæti hann fengið refsingu.

Forráðamenn Arsenal segja Frakkann hafa verið að missa af liðsrútunni en það þykir fréttamönnum á Englandi ekki nógu góð ástæða til að sleppa blaðamannafundi eftir leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×