Innlent

Háskólakennarar samþykkja verkfall

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/GVA
Kennarar við Háskóla Íslands hafa samþykkt verkfall. 502 kennarar sögðu já við verkfalli en nei sögðu 104. 920 manns eru á kjörskrá og 606 manns kusu í atkvæðagreiðslunni.

Jörundur Guðmundsson sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að verkfallið myndi fara fram 25. apríl til 10. maí, á lögbundnum próftíma.

Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og lauk í gær.

Kjörgengir voru akademískir starfsmenn, lektorar, dósentar, aðjúnktar I, aðjúnktar II, sérfræðingar, fræðimenn, vísindamenn og háskólamenntað starfsfólk í stjórnsýslu, framhaldsnemar við HÍ og tengdar stofnanir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×