Tónlist

Kaleo sigursælir á Hlustendaverðlaununum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hljómsveitin Kaleo vann til þrennra verðlauna.
Hljómsveitin Kaleo vann til þrennra verðlauna.
Hljómsveitin Kaleo var sigursæl á Hlustendaverðlaununum 2014 sem fram fóru í Háskólabíói í kvöld. Sveitin vann til þrennra verðlauna en hlustendur Bylgjunnar, FM957 og X-ins 977 kusu um það á Vísi hvað stóð upp úr á síðasta ári í íslenskri tónlist.

Fjölmörg tónlistaratriði voru á dagskrá. Meðal þeirra voru Kaleo, Emilíana Torrini, Lay Low, Skálmöld, Jón Jónsson, Dikta, Leaves, Friðrik Dór, Steindi JR og Bent. Kynnar kvöldsins voru Sverrir Þór Sverrisson og Saga Garðarsdóttir.

Verðlaunahafar:

Nýliði ársins: Kaleo

Myndband ársins: Gleipnir - Skálmöld

Erlenda lag ársins: Get Lucky - Daft Punk

Söngvari ársins: Jökull Júlíusson - Kaleo

Söngkona ársins: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir - Of Monsters And Men

Lag ársins: Mamma þarf að djamma - Baggalútur og Jóhanna Guðrún

Plata ársins: Kaleo - Kaleo

Flytjandi ársins: Of Monsters And Men

Twitter-færslur merktar #Hlustendaverðlaunin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×