Innlent

„Þessir nemendur sofa ekki út eða djamma á kvöldin“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Alvarlegt ástand hefur skapast á heimilum fatlaðra framhaldsskólanema vegna verkfalls framhaldsskólakennara. Móðir fatlaðs drengs segir líf hans hafa raskast á alla mögulega vegu eftir að verkfallið hófst. 

Kjartan Ólafsson er fæddur árið 1997, en hann er með downs- heilkenni, alvarlega greindarskerðingu, einhverfu og sykursýki. Kjartan stundar nám við fjölbrautaskólann í Breiðholti fyrir hádegi alla virka daga. Eftir hádegi dvelur hann í Frístundaklúbbnum Höllinni í Grafarvogi.

Sonur okkar er þannig fatlaður að hann getur alls ekki verið einn heima og það er komið til að vera. Þegar það er enginn skóli á morgnanna er engin gæsla eða umönnun fyrir hádegi. Það er mjög slæmt að setja foreldra í þessa stöðu, segir Ragnheiður Gunnarsdóttir, móðir Kjartans.

Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í fimm daga og enn er engin lausn í sjónmáli. Ragnheiður segir að óvissan komi verst niður á fötluðum nemendum og fjölskyldum þeirra, ekki síst fjárhagslega.

„Skólinn er þeirra félagslega net og er þeim mjög mikilvægur. Þau eru ekki skilin eftir ein heima í tölvuleik, þau sofa ekki út eða eru að djamma á kvöldin. Enn síður sitja þau með félögum sínum og undirbúa námsefnið“, segir Ragnheiður hún.

Velferðarráð Reykjavíkurborgar fundaði um málið gær og skoraði í kjölfarið á Kennarasamband Íslands að veita undanþágur í verkfallinu vegna fatlaðra nemenda. Starfsfólk, annað en kennarar í skólum, geta ekki sinnt nemendunum þrátt fyrir að vera á launum og í ekki í verkfalli vegna þess að það starfar undir verkstjórn framhaldsskólakennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×