Viðskipti innlent

Verslunin á Geysi hættir að selja aðgöngumiða að hverasvæðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um 400 þúsund ferðamenn skoða svæðið við Geysi, Strokk og aðra hveri á Geysissvæðinu í Haukadal árlega samkvæmt greinargerð landeigenda í lögbannsmáli sem ríkið hefur höfðað.
Um 400 þúsund ferðamenn skoða svæðið við Geysi, Strokk og aðra hveri á Geysissvæðinu í Haukadal árlega samkvæmt greinargerð landeigenda í lögbannsmáli sem ríkið hefur höfðað. visir/GVA
Verslunin og veitingasalan á Geysi í Haukadal hefur hætt milligöngu um sölu aðgöngumiða að hverasvæðinu á Geysi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá versluninni.

Eigendur verslunarinnar tóku þessa ákvörðun þar sem þeir vilja halda sig til hlés í deilum um gjaldtöku inn á svæðið. Landeigendur hófu að rukka fyrir aðgang að svæðinu 15. mars sl. og eru aðgöngumiðar seldir af sölufólki við innganginn að svæðinu.

Aðgöngumiðar voru upphaflega einnig seldir í afgreiðslu verslunar- og veitingasölunnar, enda er hún mikilvæg þjónustumiðstöð á Geysis-svæðinu, en í ljósi þess að lagaleg óvissa ríkir um réttmæti gjaldtökunnar þá hefur því nú verið hætt.

Fram kemur í tilkynningunni að verslunin á Geysi í Haukadal er í eigu Geysir Shops ehf. sem er sjálfstætt einkahlutafélag. Það tengist ekki Landeigendafélagi Geysis og hefur enga aðkomu að ákvörðunum um gjaldtöku á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×