Fótbolti

Simunic er ekki búinn að gefast upp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju.

Atvikið átti sér stað eftir sigur Króatíu á Íslandi í síðari umspilsleik liðanna fyrir HM í Brasilíu í nóvember.

Simunic fagnaði með stuðningsmönnum liðsins eftir leik og hrópaði til þeirra þekkta nasistakveðju. Hann var dæmdur í tíu leikja bann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og skilaði áfrýjun hans engum árangri.

Lögfræðingur hans sagði við fjölmiðla í Króatíu að Simunic væri ekki búinn að gefa upp vonina og ætlaði að leita til áfrýjunardómstól íþróttamála [e. CAS] í Lausanne í Sviss.

„Við munum biðja CAS um að láta fresta dóminum og leyfa Simunic spila með landsliðinu þar til niðurstaða fæst í málið,“ sagði lögfræðingurinn. „Það eru til fordæmi fyrir því.“


Tengdar fréttir

FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi

Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri.

Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi

Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×