Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2014 18:45 Byggðalínan brotin í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu eftir áhlaupið í september 2012. Mynd/Stöð 2. Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. Þetta sögðu forystumenn Landsnets í dag um leið og þeir sýndu dæmi um hvernig ný háspennulína yfir Sprengisand gæti litið út. Fjölsóttur kynningarfundur Landsnets endurspeglar það sem iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í ávarpi sínu; að háspennulínur væru sennilega heitustu deilumálin í dag á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Ráðherrann sagði fréttir síðustu daga af skerðingu raforku hins vegar sýna að vanbúið raflínukerfi væri raunverulegt vandamál. Brýnt væri að styrkja flutningskerfið svo fækka mætti flöskuhálsum sem hindruðu hagkvæmustu nýtingu virkjana. Þetta væri sérstaklega mikilvægt til að geta hámarkað orkuvinnslugetu kerfisins með samkeyrslu vatnsmiðlana. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði byggðalínuna komna að þanmörkum. Hann sagði landsmenn í raun búa við tvö flutningskerfi raforku. Annarsvegar væri sterkt kerfi á suðvesturlandi sem þyldi allt að því hvað sem er án þess að til meiriháttar truflana kæmi. Utan suðvesturlands væri staðan allt önnur. Sem dæmi um hve alvarlegt ástandið væri nefndi Þórður að á síðasta ári hefðu þessi tvö kerfi skilist að 23 sinnum, eða að meðaltali aðra hverja viku. „Þetta gengur ekki lengur. Kerfið utan suðvesturlands er algerlega vanbúið í dag að takast á við áföll,” sagði Þórður.Háspennlína með möstrum með einum legg.Grafísk mynd/Landsnet.Háspennulína yfir Sprengisand er það sem ráðamenn Landsnets kynntu sem helstu aðgerðina til að bæta úr og sýndu þeir mismunandi dæmi um hvernig möstur gætu litið út. Þeir lýstu einnig hugmyndum um að línan færi að hluta í jörð en sögðu það hlutverk Alþingis en ekki Landsnets að marka stefnu um í hvaða tilvikum jarðstrengir ættu að koma í stað loftlína. Það er einmitt það sem ráðherrann boðar að verði lagt fyrir þingið að ákveða. Ragnheiður Elín hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á haustmánuðum þar sem stefnan verði mörkuð.Háspennulína með möstrum með tveimur leggjum.Grafísk mynd/Landsnet. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. Þetta sögðu forystumenn Landsnets í dag um leið og þeir sýndu dæmi um hvernig ný háspennulína yfir Sprengisand gæti litið út. Fjölsóttur kynningarfundur Landsnets endurspeglar það sem iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í ávarpi sínu; að háspennulínur væru sennilega heitustu deilumálin í dag á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Ráðherrann sagði fréttir síðustu daga af skerðingu raforku hins vegar sýna að vanbúið raflínukerfi væri raunverulegt vandamál. Brýnt væri að styrkja flutningskerfið svo fækka mætti flöskuhálsum sem hindruðu hagkvæmustu nýtingu virkjana. Þetta væri sérstaklega mikilvægt til að geta hámarkað orkuvinnslugetu kerfisins með samkeyrslu vatnsmiðlana. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði byggðalínuna komna að þanmörkum. Hann sagði landsmenn í raun búa við tvö flutningskerfi raforku. Annarsvegar væri sterkt kerfi á suðvesturlandi sem þyldi allt að því hvað sem er án þess að til meiriháttar truflana kæmi. Utan suðvesturlands væri staðan allt önnur. Sem dæmi um hve alvarlegt ástandið væri nefndi Þórður að á síðasta ári hefðu þessi tvö kerfi skilist að 23 sinnum, eða að meðaltali aðra hverja viku. „Þetta gengur ekki lengur. Kerfið utan suðvesturlands er algerlega vanbúið í dag að takast á við áföll,” sagði Þórður.Háspennlína með möstrum með einum legg.Grafísk mynd/Landsnet.Háspennulína yfir Sprengisand er það sem ráðamenn Landsnets kynntu sem helstu aðgerðina til að bæta úr og sýndu þeir mismunandi dæmi um hvernig möstur gætu litið út. Þeir lýstu einnig hugmyndum um að línan færi að hluta í jörð en sögðu það hlutverk Alþingis en ekki Landsnets að marka stefnu um í hvaða tilvikum jarðstrengir ættu að koma í stað loftlína. Það er einmitt það sem ráðherrann boðar að verði lagt fyrir þingið að ákveða. Ragnheiður Elín hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á haustmánuðum þar sem stefnan verði mörkuð.Háspennulína með möstrum með tveimur leggjum.Grafísk mynd/Landsnet.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira