Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2014 18:45 Byggðalínan brotin í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu eftir áhlaupið í september 2012. Mynd/Stöð 2. Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. Þetta sögðu forystumenn Landsnets í dag um leið og þeir sýndu dæmi um hvernig ný háspennulína yfir Sprengisand gæti litið út. Fjölsóttur kynningarfundur Landsnets endurspeglar það sem iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í ávarpi sínu; að háspennulínur væru sennilega heitustu deilumálin í dag á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Ráðherrann sagði fréttir síðustu daga af skerðingu raforku hins vegar sýna að vanbúið raflínukerfi væri raunverulegt vandamál. Brýnt væri að styrkja flutningskerfið svo fækka mætti flöskuhálsum sem hindruðu hagkvæmustu nýtingu virkjana. Þetta væri sérstaklega mikilvægt til að geta hámarkað orkuvinnslugetu kerfisins með samkeyrslu vatnsmiðlana. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði byggðalínuna komna að þanmörkum. Hann sagði landsmenn í raun búa við tvö flutningskerfi raforku. Annarsvegar væri sterkt kerfi á suðvesturlandi sem þyldi allt að því hvað sem er án þess að til meiriháttar truflana kæmi. Utan suðvesturlands væri staðan allt önnur. Sem dæmi um hve alvarlegt ástandið væri nefndi Þórður að á síðasta ári hefðu þessi tvö kerfi skilist að 23 sinnum, eða að meðaltali aðra hverja viku. „Þetta gengur ekki lengur. Kerfið utan suðvesturlands er algerlega vanbúið í dag að takast á við áföll,” sagði Þórður.Háspennlína með möstrum með einum legg.Grafísk mynd/Landsnet.Háspennulína yfir Sprengisand er það sem ráðamenn Landsnets kynntu sem helstu aðgerðina til að bæta úr og sýndu þeir mismunandi dæmi um hvernig möstur gætu litið út. Þeir lýstu einnig hugmyndum um að línan færi að hluta í jörð en sögðu það hlutverk Alþingis en ekki Landsnets að marka stefnu um í hvaða tilvikum jarðstrengir ættu að koma í stað loftlína. Það er einmitt það sem ráðherrann boðar að verði lagt fyrir þingið að ákveða. Ragnheiður Elín hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á haustmánuðum þar sem stefnan verði mörkuð.Háspennulína með möstrum með tveimur leggjum.Grafísk mynd/Landsnet. Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. Þetta sögðu forystumenn Landsnets í dag um leið og þeir sýndu dæmi um hvernig ný háspennulína yfir Sprengisand gæti litið út. Fjölsóttur kynningarfundur Landsnets endurspeglar það sem iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í ávarpi sínu; að háspennulínur væru sennilega heitustu deilumálin í dag á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Ráðherrann sagði fréttir síðustu daga af skerðingu raforku hins vegar sýna að vanbúið raflínukerfi væri raunverulegt vandamál. Brýnt væri að styrkja flutningskerfið svo fækka mætti flöskuhálsum sem hindruðu hagkvæmustu nýtingu virkjana. Þetta væri sérstaklega mikilvægt til að geta hámarkað orkuvinnslugetu kerfisins með samkeyrslu vatnsmiðlana. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði byggðalínuna komna að þanmörkum. Hann sagði landsmenn í raun búa við tvö flutningskerfi raforku. Annarsvegar væri sterkt kerfi á suðvesturlandi sem þyldi allt að því hvað sem er án þess að til meiriháttar truflana kæmi. Utan suðvesturlands væri staðan allt önnur. Sem dæmi um hve alvarlegt ástandið væri nefndi Þórður að á síðasta ári hefðu þessi tvö kerfi skilist að 23 sinnum, eða að meðaltali aðra hverja viku. „Þetta gengur ekki lengur. Kerfið utan suðvesturlands er algerlega vanbúið í dag að takast á við áföll,” sagði Þórður.Háspennlína með möstrum með einum legg.Grafísk mynd/Landsnet.Háspennulína yfir Sprengisand er það sem ráðamenn Landsnets kynntu sem helstu aðgerðina til að bæta úr og sýndu þeir mismunandi dæmi um hvernig möstur gætu litið út. Þeir lýstu einnig hugmyndum um að línan færi að hluta í jörð en sögðu það hlutverk Alþingis en ekki Landsnets að marka stefnu um í hvaða tilvikum jarðstrengir ættu að koma í stað loftlína. Það er einmitt það sem ráðherrann boðar að verði lagt fyrir þingið að ákveða. Ragnheiður Elín hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á haustmánuðum þar sem stefnan verði mörkuð.Háspennulína með möstrum með tveimur leggjum.Grafísk mynd/Landsnet.
Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira