NBA: Boston vann Miami - sigurgöngur Spurs og Knicks héldu áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2014 07:21 Rajon Rondo er hér grimmur á boltann í leiknum í nótt. Vísir/AP San Antonio Spurs fagnaði sínum ellefta sigri í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vandamálalið New York Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. LeBron James lék ekki með Miami Heat sem tapaði fyrir Boston og Philadelphia 76ers tapaði sínum 22. leik í röð.Rajon Rondo setti niður tvö mikilvæg skot á síðustu tveimur mínútunum þegar Boson Celtics vann 101-96 sigur á Miami Heat. LeBron James hvíldi í leiknum vegna bakmeiðsla. Þetta var fyrsta tap Miami án hans á þessu tímabili. Rondo endaði leikinn með 9 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en Boston-liðið var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Avery Bradley skoraði 23 stig fyrir Boston en Dwyane Wade skoraði mest fyrir Miami eða 17 stig.Tony Parker var með 25 stig og Kawhi Leonard skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 125-109 útisigur á Los Angeles Lakers en þetta var ellefti sigur Spurs-liðsins í röð. Danny Green var með 16 stig og Tim Duncan skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Spurs hefur einnig unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og er komið með eins og hálfs leiks forskot á Indiana Pacers í baráttuna um heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Pau Gasol var með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers og Xavier Henry skoraði 24 stig en þetta var sjötta tap Lakers-liðsins í síðustu sjö leikjum.Carmelo Anthony skoraði 34 stig þegar New York Knicks vann 92-86 sigur á Indiana Pacers í fyrsta leiknum í forsetatíð Phil Jackson. Lance Stephenson skoraði 21 stig fyrir Indiana sem var búið að vinna fjóra leiki í röð.Deron Williams var með 23 stig og Joe Johnson skoraði 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 104-99 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var tíundi heimasigur Brooklyn-manna í röð.Kevin Love skoraði 35 stig og sigurkörfuna í framlengingu þegar Minnesota Timberwolves vann 123-122 sigur á Dallas Mavericks í Dallas. Ricky Rubio var með 22 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst fyrir Minnesota en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.D.J Augustin skoraði 20 stig fyrir Chicago Bulls í 102-94 sigri á Philadelphia 76ers en Sixers-liðið tapaði þarna sínum 22. leik í röð og er nú aðeins fjórum tapleikjum frá því að jafna metið yfir lengstu taphrinuna í sögu NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum í röð tímabilið 2010-11. Thaddeus Young skoraði mest fyrir Philadelphia eða 24 stig.Aaron Brooks var með 27 stig og 17 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-109 sigur á Detroit Pistons en þetta var fjórði sigur Denver-liðsins í síðustu fimm leikjum.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 94-102 Boston Celtics - Miami Heat 101-96 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 104-99 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 96-86 New Orleans Pelicans - Toronto Raptors 100-107 New York Knicks - Indiana Pacers 92-86 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 122-123 (Framlengt) Denver Nuggets - Detroit Pistons 118-109 Phoenix Suns - Orlando Magic 109-93 Los Angeles Lakers - San Antonio Spurs 109-125Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
San Antonio Spurs fagnaði sínum ellefta sigri í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vandamálalið New York Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. LeBron James lék ekki með Miami Heat sem tapaði fyrir Boston og Philadelphia 76ers tapaði sínum 22. leik í röð.Rajon Rondo setti niður tvö mikilvæg skot á síðustu tveimur mínútunum þegar Boson Celtics vann 101-96 sigur á Miami Heat. LeBron James hvíldi í leiknum vegna bakmeiðsla. Þetta var fyrsta tap Miami án hans á þessu tímabili. Rondo endaði leikinn með 9 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en Boston-liðið var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Avery Bradley skoraði 23 stig fyrir Boston en Dwyane Wade skoraði mest fyrir Miami eða 17 stig.Tony Parker var með 25 stig og Kawhi Leonard skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 125-109 útisigur á Los Angeles Lakers en þetta var ellefti sigur Spurs-liðsins í röð. Danny Green var með 16 stig og Tim Duncan skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Spurs hefur einnig unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og er komið með eins og hálfs leiks forskot á Indiana Pacers í baráttuna um heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Pau Gasol var með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers og Xavier Henry skoraði 24 stig en þetta var sjötta tap Lakers-liðsins í síðustu sjö leikjum.Carmelo Anthony skoraði 34 stig þegar New York Knicks vann 92-86 sigur á Indiana Pacers í fyrsta leiknum í forsetatíð Phil Jackson. Lance Stephenson skoraði 21 stig fyrir Indiana sem var búið að vinna fjóra leiki í röð.Deron Williams var með 23 stig og Joe Johnson skoraði 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 104-99 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var tíundi heimasigur Brooklyn-manna í röð.Kevin Love skoraði 35 stig og sigurkörfuna í framlengingu þegar Minnesota Timberwolves vann 123-122 sigur á Dallas Mavericks í Dallas. Ricky Rubio var með 22 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst fyrir Minnesota en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.D.J Augustin skoraði 20 stig fyrir Chicago Bulls í 102-94 sigri á Philadelphia 76ers en Sixers-liðið tapaði þarna sínum 22. leik í röð og er nú aðeins fjórum tapleikjum frá því að jafna metið yfir lengstu taphrinuna í sögu NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum í röð tímabilið 2010-11. Thaddeus Young skoraði mest fyrir Philadelphia eða 24 stig.Aaron Brooks var með 27 stig og 17 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-109 sigur á Detroit Pistons en þetta var fjórði sigur Denver-liðsins í síðustu fimm leikjum.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 94-102 Boston Celtics - Miami Heat 101-96 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 104-99 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 96-86 New Orleans Pelicans - Toronto Raptors 100-107 New York Knicks - Indiana Pacers 92-86 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 122-123 (Framlengt) Denver Nuggets - Detroit Pistons 118-109 Phoenix Suns - Orlando Magic 109-93 Los Angeles Lakers - San Antonio Spurs 109-125Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins