Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Bjarki Ármannsson skrifar 31. mars 2014 20:27 Kristín gefur í skyn að Egill Benedikt hafi ekki mætt til fyrirlestrahalds vegna leiks með FLEY. Vísir/Samsett Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttar Vísis frá því fyrir helgi þar sem Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, sagðist hafa undir höndum bréf frá háskólanum þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt er meðlimur í jazztríóinu FLEY ásamt því að sinna stöðu prófessors við Háskólann. FLEY hefur leikið saman á sjó og landi og meðal annars á skemmtiferðaskipi um nokkurra vikna skeið. Í samtali við Vísi sagðist Egill ekki geta tjáð sig í smáatriðum en segir bréfið banna sér að stunda píanóleik í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir Kristín Ingólfsdóttir rektor hinsvegar hljóðfæraleikinn ekki vandamál og að Háskóli Íslands telji „þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar.“ Aftur á móti er ýjað að því að þetta áhugamál Egils Benedikts hafi komið niður á kennslustörfum hans. Þar segir að skólinn geri „alvarlega athugasemd“ við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ Yfirlýsing rektors í heild sinni er svohljóðandi:Vegna fréttar á visir.is og í Fréttablaðinu um liðna helgi vill Háskóli Íslands að fram komi að skólinn gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri. Háskólinn telur þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar og leitast við að vera vettvangur samstarfs þessara greina.Háskólinn gerir aftur á móti alvarlega athugasemd ef starfsmenn mæta ekki til fyrirlestrahalds með nemendum á boðuðum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum eða hafi viðhlítandi skýringar á fjarveru. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hljóðfæraleikur telst ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu. Háskólinn telur mikilvægt að allir starfsmenn virði starfsskyldur sínar og skyldur við nemendur.Með bestu kveðju,Kristín Ingólfsdóttir Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttar Vísis frá því fyrir helgi þar sem Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, sagðist hafa undir höndum bréf frá háskólanum þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt er meðlimur í jazztríóinu FLEY ásamt því að sinna stöðu prófessors við Háskólann. FLEY hefur leikið saman á sjó og landi og meðal annars á skemmtiferðaskipi um nokkurra vikna skeið. Í samtali við Vísi sagðist Egill ekki geta tjáð sig í smáatriðum en segir bréfið banna sér að stunda píanóleik í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir Kristín Ingólfsdóttir rektor hinsvegar hljóðfæraleikinn ekki vandamál og að Háskóli Íslands telji „þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar.“ Aftur á móti er ýjað að því að þetta áhugamál Egils Benedikts hafi komið niður á kennslustörfum hans. Þar segir að skólinn geri „alvarlega athugasemd“ við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ Yfirlýsing rektors í heild sinni er svohljóðandi:Vegna fréttar á visir.is og í Fréttablaðinu um liðna helgi vill Háskóli Íslands að fram komi að skólinn gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri. Háskólinn telur þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar og leitast við að vera vettvangur samstarfs þessara greina.Háskólinn gerir aftur á móti alvarlega athugasemd ef starfsmenn mæta ekki til fyrirlestrahalds með nemendum á boðuðum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum eða hafi viðhlítandi skýringar á fjarveru. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hljóðfæraleikur telst ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu. Háskólinn telur mikilvægt að allir starfsmenn virði starfsskyldur sínar og skyldur við nemendur.Með bestu kveðju,Kristín Ingólfsdóttir
Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04