Útsendarar Rússlands sagðir að baki óeirðunum í Austur-Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2014 23:18 Vísir/AFP Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. Þeim tókst að ná yfirtökunum í einni borg, á meðan mótmælendur hertu tak sitt í Donetsk.AP fréttaveitan segir frá þessu. Yfirvöld segja mótmælendur í borginni Luhansk hafa komið fyrir sprengiefnum í höfuðstöðvum öryggisþjónustu Úkraínu í borginni og hafi 60 manns í gíslingu. Þeir sem halda byggingunni gáfu frá sér myndband þar sem farið er fram á atkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Úkraínu.Reuters segir mótmælendurna hafa neitað fyrir að vera með gísla og sprengiefni. Þeir hefðu þó fundið sjálfvirk vopn í húsinu. Þá sögðu þeir að öllum tilraunum yfirvalda til að ná tökum á byggingunni yrði mætt með vopnaðri mótspyrnu. Grímuklæddur maður sagði í myndbandinu að þeir sem héldu byggingunni væru fyrrverandi hermenn í her Sovétríkjanna og hefðu allir barist í Afganistan. Ef yfirvöld myndu reyna að ná byggingunni aftur á sitt vald yrðu öryggissveitirnar boðnar velkomnar til helvítis. Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum saka Rússa um að standa að baki óreiðunum og segja stjórnvöld þar ætla að nota þær til að hernema svæðið eins og Krímskaga. Samkvæmt NATO eru um 40 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði hertum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. „Það sem við sjáum frá Rússlandi eru ólöglegar aðgerðir til að grafa undan sjálfstæðu ríki og búa til hættuástand ,“ sagði Kerry. Hann bætti við að mótmælin í austurhluta Úkraínu væru skipulagðar til að réttlæta hernaðaríhlutun eins og á Krímskaga. Hann sagði það ljóst að útsendarar Rússlands hefðu komið mótmælunum af stað. Hér að neðan má sjá frétt Reuters um málið.Öryggissveitir náðu tökum á opinberum byggingum sem mótmælendur höfðu tekið yfir í borginni Kharkiv.Vísir/AP Úkraína Tengdar fréttir Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Öryggissveitir í Úkraínu reyndu í dag að ná opinberum byggingum í þremur borgum við landamæri Rússlands af mótmælendum með misjöfnum árangri. Þeim tókst að ná yfirtökunum í einni borg, á meðan mótmælendur hertu tak sitt í Donetsk.AP fréttaveitan segir frá þessu. Yfirvöld segja mótmælendur í borginni Luhansk hafa komið fyrir sprengiefnum í höfuðstöðvum öryggisþjónustu Úkraínu í borginni og hafi 60 manns í gíslingu. Þeir sem halda byggingunni gáfu frá sér myndband þar sem farið er fram á atkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Úkraínu.Reuters segir mótmælendurna hafa neitað fyrir að vera með gísla og sprengiefni. Þeir hefðu þó fundið sjálfvirk vopn í húsinu. Þá sögðu þeir að öllum tilraunum yfirvalda til að ná tökum á byggingunni yrði mætt með vopnaðri mótspyrnu. Grímuklæddur maður sagði í myndbandinu að þeir sem héldu byggingunni væru fyrrverandi hermenn í her Sovétríkjanna og hefðu allir barist í Afganistan. Ef yfirvöld myndu reyna að ná byggingunni aftur á sitt vald yrðu öryggissveitirnar boðnar velkomnar til helvítis. Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum saka Rússa um að standa að baki óreiðunum og segja stjórnvöld þar ætla að nota þær til að hernema svæðið eins og Krímskaga. Samkvæmt NATO eru um 40 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði hertum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. „Það sem við sjáum frá Rússlandi eru ólöglegar aðgerðir til að grafa undan sjálfstæðu ríki og búa til hættuástand ,“ sagði Kerry. Hann bætti við að mótmælin í austurhluta Úkraínu væru skipulagðar til að réttlæta hernaðaríhlutun eins og á Krímskaga. Hann sagði það ljóst að útsendarar Rússlands hefðu komið mótmælunum af stað. Hér að neðan má sjá frétt Reuters um málið.Öryggissveitir náðu tökum á opinberum byggingum sem mótmælendur höfðu tekið yfir í borginni Kharkiv.Vísir/AP
Úkraína Tengdar fréttir Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29 Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48 Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00 Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Gríðarleg slagsmál brutust út í úkraínska þinginu Gríðarleg slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í dag á milli þingmanna þjóðernissinna og þingmanna aðskilnaðarsinna. 8. apríl 2014 15:29
Rússar sagðir ætla að innlima austurhluta Úkraínu Oleksandr Turchynov, starfandi forseti Úkraínu, sakaði Rússland í dag um að ætla að taka Úkraínu í sundur. 7. apríl 2014 19:48
Krefjast aðskilnaðar austurhéraða frá Úkraínu Úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem hertóku ráðhús í borginni Donetsk um helgina, lýstu yfir sjálfstæðu lýðveldi í morgun. 7. apríl 2014 20:00
Kerry og Lavrov ræddu ástandið í austurhluta Úkraínu Bandaríkjamenn hafa lýst miklum áhyggjum með þróun mála í austurhluta Úkraínu eftir að aðgerðarsinnar hliðhollir Rússum tóku yfir stjórnarbyggingar í þremur borgum. 8. apríl 2014 08:52